Guðbjörg Þóra Steinsdóttir (Múla)

From Heimaslóð
Revision as of 21:31, 28 December 2023 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search

Guðbjörg Þóra Steinsdóttir frá Múla, húsfreyja, skrifstofumaður, verslunarmaður, símavörður fæddist þar 20. maí 1931.
Foreldrar hennar voru Steinn Ingvarsson frá Minna-Hofi á Rangárvöllum, bóndi, verkamaður, síðar framfærslufulltrúi, f. 23. október 1892, d. 1. mars 1983, og kona hans Þorgerður Vilhjálmsdóttir frá Múla, húsfreyja, f. 12. ágúst 1903 á Oddsstöðum, d. 29. september 1990.

Börn Þorgerðar og Steins:
1. Sigríður Steinsdóttir húsfreyja, f. 1. mars 1925. Maður hennar var Sveinn Hróbjartur Magnússon sjómaður, smiður, lögreglumaður, handavinnukennari, f. 22. júlí 1921, d. 26. september 2008.
2. Jóna Guðbjörg Steinsdóttir húsfreyja, f. 6. júní 1928, d. 30. janúar 2019. Maður hennar er Hilmar Guðlaugsson múrari, f. 2. desember 1930.
3. Guðbjörg Þóra Steinsdóttir, f. 20. mars 1931. Maður hennar var Finnbogi Árnason rafvirkjameistari, f. 5. maí 1930, d. 1. nóvember 2019.
4. Guðrún Steinsdóttir húsfreyja, f. 22. september 1935, d. 7. október 2017. Maður hennar er Jóhann Guðmundur Ólafsson sjómaður, verkstjóri, f. 15. apríl 1935.

Guðbjörg Þóra var með foreldrum sínum í æsku.
Hún varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskóla Austurbæjar.
Þóra vann hjá Óskari Sigurðssyni endurskoðanda í Eyjum og við verslun þeirra Finnboga, Kjarna.
Eftir Gos vann hún í Kaupfélagi Garðabæjar og í bókaverslun, en síðan á skrifstofu og við símavörslu á Jósefsspítala í Hafnarfirði.
Þau Finnbogi giftu sig 1951, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í fyrstu í Stóra-Hvammi, en síðan í Birkihlíð 5, sem þau byggðu.
Þau fluttu úr Eyjum við Gos, bjuggu í Hörgslundi 17 í Garðabæ í 20 ár, þá á Suðurvangi í Hafnarfirði, en að síðustu á Boðahlein 7.
Finnbogi lést 2019.
Þóra býr á Boðahlein 7.

I. Maður Guðbjargar Þóru, (17. júní 1951), var Finnbogi Árnason frá Stóra-Hvammi, rafvirkjameistari, f. 5. maí 1930, d. 1. nóvember 2019.
Barn þeirra:
1. Árni Finnbogason rafvirki í Hafnarfirði, f. 25. september 1950 á Múla. Kona hans, skildu, er Sigríður Ferdinandsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 12. nóvember 2019. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.