Sigrún Guðmundsdóttir (prófessor)

From Heimaslóð
Revision as of 15:26, 30 March 2021 by Viglundur (talk | contribs) (Viglundur færði Sigrún Guðmundsdóttir (Hlíðardal) á Sigrún Guðmundsdóttir (prófessor))
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search
Sigrún Guðmundsdóttir.

Sigrún Guðmundsdóttir frá Hlíðardal, uppeldisfræðingur, prófessor við háskólann í Þrándheimi fæddist 4. nóvember 1947 í Eyjum og lést 28. júní 2003.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Pétursson sjómaður, vélstjóri frá Reykjarfirði á Ströndum, f. 26. febrúar 1918, d. 16. maí 1960, og kona hans Jóhanna Magnúsína Guðjónsdóttir frá Hlíðardal, húsfreyja, verslunarmaður, f. þar 6. september 1923, d. 9. júní 2018.

Sigrún var með foreldrum sínum, en faðir hennar lést, er hún var á þrettánda árinu. Hún var með móður sinni og síðan með henni og kjörföður sínum Guðmundi Ingimundarsyni verslunarmanni, f. 26. október 1924, d. 13. júlí 2010.
Sigrún varð íþróttakennari 1967, lauk kennaraprófi í Kennaraskóla Íslands 1970, próf í íþróttafræðum í Dunfremline College of Physical Education í Edinborg, Skotl. 1972, B. Ed. Sussex University á Englandi 1977, M. A. School of Education, Stanford University í Kaliforníu, Bandaríkjunum 1984, Ph. D. (doktor) í uppeldis- og kennslufræðum þar 1988.
Sigrún var kennari í Linlithgow West Lothian í Skotlandi 1972-1975, í Fossvogsskóla í Reykjavík 1978-1981, stundakennari í félagsvísindadeild Háskóla Íslands frá janúar 1987, gestafyrirlesari við Háskólann í Þrándheimi í janúar 1987, síðan prófessor þar.
Sigrún vann að fjölda rannsókna og hélt fjölda fyrirlestra og erinda víða, ritaði fjölda greina á sínu sérsviði.
Doktorsritgerð hennar:
Knowledge use among experienced teachers: four case studies of high school teaching.
Þau Jón Steinar giftu sig 1971, eignuðust tvö börn. Þau fluttu til Þrándheims 1989. Þau skildu.
Sigrún lést 2003.

I. Maður Sigrúnar, (28. júní 1971), var Jón Steinar Guðmundsson efnaverkfræðingur, skólastjóri jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, prófessor í olíuverkfræði, f. 31. desember 1947, d. 9. janúar 2018 í Noregi. Foreldrar hans voru Guðmundur Hansson verslunarmaður, f. 17. júní 1920, d. 3. mars 1989, og kona hans Sigríður Axelsdóttir húsfreyja, f. 12. desember 1922, d. 16. júní 1995.
Börn þeirra:
1. Guðmundur Steinar Jónsson verkfræðingur, f. 23. janúar 1975.
2. Magnús Ari Jónsson verkfræðingur, f. 20. janúar 1978. Sambúðarkona hans Ina-Terese Lundring.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið 5. ágúst 2003. Minning Sigrúnar.
  • Morgunblaðið 19. janúar 2018. Minning Jóns Steinars.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.