Bjarni Bjarnason (Oddsstöðum)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Bjarni Bjarnason vinnumaður á Oddsstöðum fæddist 14. júlí 1831 og hrapaði til bana 22. júní 1864.
Foreldrar hans voru Bjarni Guðnason bóndi í Vestra-Fróðholti, síðar húsmaður í Ártúnum á Rangárvöllum, f. 1802 í Bakkakotskoti þar, d. í júní 1831, og kona hans Þórdís Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 14. febrúar 1800 í Eystri-Hól í V-Landeyjum, d. 21. febrúar 1846.

Bjarni fluttist að Fredensbolig 1848, 17 ára vinnumaður, var vinnumaður hjá Árna Einarssyni og Guðfinnu á Vilborgarstöðum 1849, hjá Helgu Jónsdóttur ekkju og húsfreyju á Vilborgarstöðum 1850, vinnumaður hjá Guðbjörgu Daníelsdóttur og Magnúsi Ólafssyni þar 1852, hjá Helgu Jónsdóttur ekkju þar 1853, fyrirvinna hjá henni 1854 og enn 1859, tómthúsmaður í Kastala 1860, vinnumaður hjá Valgerði Sigurðardóttur ekkju í Háagarði 1861, hjá Margréti Jónsdóttur ekkju í Nýja-Kastala 1862-1863.
Bjarni var vinnumaður á Oddsstöðum 1864, er hann hrapaði til bana við lundaveiði í Stórhöfða.
Hann var ókvæntur og barnlaus í Eyjum.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.