Bjarni Bjarnason (Vilborgarstöðum)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Bjarni Bjarnason vinnumaður á Vilborgarstöðum fæddist 14. júní 1838 í Arnardrangi í Landbroti og lést 1. október 1864.
Foreldrar hans voru Bjarni Gíslason bóndi, síðast í Hæðargarði í Landbroti, f. 1810 á Maríubakka í Fljótshverfi, d. 1. mars 1853 í Hæðargarði, og barnsmóðir hans Ragnhildur Pálsdóttir, síðar húsfreyja í Hofsnesi í Öræfum, f. 1815 á Blómsturvöllum í Fljótshverfi, d. 15. janúar 1853 í Hofsnesi.

Afabróðir Bjarna í móðurætt var sr. Jón Austmann prestur á Ofanleiti.

Bjarni var með foreldrum sínum í Syðri-Vík í Mýrdal til 1839, hjá föður sínum á Lækjarbakka í Landbroti 1839-1841, í Syðri-Vík 1841-1846, í Hæðargarði 1846-1853, vinnumaður á Fossi á Síðu 1853-1860, í Mörtungu þar 1860-1862 og aftur 1863-1864.
Hann fluttist til Eyja 1864, var vinnumaður á Vilborgarstöðum, er hann hvarf. Lík hans fannst rekið, og samkvæmt kirkjureglum var hann jarðsettur án yfirsöngs.
Bjarni var ókvæntur og barnlaus í Eyjum.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.