Guðni Ingvarsson (bryti)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Guðni Ingvarsson.

Guðni Ingvarsson frá Skarðshlíð u. Eyjafjöllum, matsveinn, bryti fæddist þar 17. júlí 1901 og lést 5. október 1975.
Foreldrar hans voru Ragnhildur Þórðardóttir, þá vinnukona í Skarðshlíð, síðar húsfreyja á Hvanneyri við Vestmannabraut og á Vesturvegi 21, f. 12. apríl 1877 í Gerðakoti u. Eyjafjöllum, d. 21. nóvember 1969, og barnsfaðir hennar Ingvar Einarsson bóndi á Hellnahóli, f. 12. október 1864, d. 14. maí 1910.

Móðursystir Guðna var
I. Guðrún Þórðardóttir húsfreyja á Felli, f. 30. september 1873, d. 27. janúar 1948.
II. Hálfsystkini Guðna, börn Ingvars Einarssonar með Ástríði konu sinni voru (sjá mynd):
ctr

Sex af börnum hjónanna á Hellnahóli, Ingvars og Ástríðar.

Aftari röð frá vinstri:
1. Sólrún húsfreyja í Eyjum, f. 9. okt. 1891, d. 21. ágúst 1974, gift Sveini Sigurhanssyni vélstjóra og múrara, f. 21. júní 1892, d. 6. desember 1963.
2. Guðbjörg Ingvarsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 28. júní 1897, d. 2. september 1987, gift Sveinbirni Einarssyni trésmið, f. 12. júní 1890, d. 13. ágúst 1984.
3. Dýrfinna húsfreyja á Kirkjubæ, f. 7. júlí 1900, d. 1. desember 1986, gift Sigurði Gottskálkssyni frá Hraungerði í Eyjum, verkamanni og bónda á Kirkjubæ, f. 23. ágúst 1894, d. 5. apríl 1955.
4. Jóhanna húsfreyja í Neskaupstað 1930, f. 13. okt. 1901, d. 2. nóvember 1937. Gift Guðna Sveinssyni sjómanni á Norðfirði, f. 6. maí 1894, d. 15. nóvember 1975.
Fremri röð frá vinstri:
1. Einar Ingvarsson sjómaður í Eyjum, f. 9. okt. 1891, tvíburi við Sólrúnu, d. 18. maí 1968, kvæntur Guðrúnu Eyjólfsdóttur húsfreyju, f. 4. febr. 1898, d. 29. nóvember 1980.
2. Ágúst Sigurður Ingvarsson verkamaður, f. 27. júní 1890, d. 25. nóvember 1963.
Sjá nokkra afkomendur í Bliki 1960: Hjónin frá Hellnahóli.

Guðni var með móður sinni og fluttist með henni frá Skarðshlíð til Eyja 1908.
Þau voru hjá Guðrúnu móðursystur Guðna á Felli 1910. Hann var með móður sinni og Bjarna fóstra sínum á Hvanneyri 1913, með þeim á Vesturvegi 21 1927 og þar bjó hann einn 1972.
Guðni nam matreiðslu á ,,Vivex“ í Kaupmannahöfn.
Hann var í fyrstu beitningamaður, síðan hóf hann sjómennsku á Austurlandi, í Skálum á Langanesi og Seyðisfirði.
Hann varð fyrst matsveinn á m.b. Maí VE 275 hjá Sigfúsi Scheving, var síðar með Sigurði í Svanhól á Fylki VE 14, síðar á Skaftfellingi.
Þegar Slysavarnafélagið eignaðist Sæbjörgu varð Guðni þar bryti, síðar var hann á Arctic, varðskipinu Ægi og Esjunni.
Þegar togarinn Elliðaey VE kom til sögunnar var Guðni þar um skeið.
Að síðustu var Guðni yfir matreiðslu á matstofu Hraðfrystistöðvarinnar í meira enn fimmtung aldar.
Hann var meðal stofnenda Hvítasunnusafnaðarins.
Guðni var einhleypur og barnlaus.
Hann lést 1975.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.