Guðrún Runólfsdóttir (Hjálmholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Runólfsdóttir frá Nýjabæ í Meðallandi, V.-Skaft., húsfreyja fæddst þar 5. október 1883 og léta 27. febrúar 1958 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Runólfur Runólfsson bóndi, f. 12. mars 1849 í Klauf í Meðallandi, d. 16. janúar 1950 á Eystri-Sólheimum í Mýrdal, og kona hans Guðrún Ólafsdóttir frá Ytri-Sólheimum, húsfreyja, f. þar 6. ágúst 1851, d. 11. mars 1825 í Dyrhólahjáleigu í Mýrdal.

Guðrún var með foreldrum sínum í Nýjabæ til 1901, í Dyrhólahjáleigu (á Haugnum) í Mýrdal 1901-1913, vinnukona í Vík 1911-1917, á Norður-Hvoli í Mýrdal 1917-1918, bústýra í Vík 1918-1919.
Þau Sigurjón fluttu til Eyja 1919, giftu sig þar á því ári, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Hjálmholti 1919-1921, en fluttu þá að Haugnum og bjuggu þar síðan.
Guðrún lést 1958 í Reykjavík og Sigurjón lést 1976.

I. Maður Guðrúnar, (1. nóvember 1919), var Sigurjón Runólfsson frá Ketilsstöðum í Mýrdal, bóndi, f. 18. nóvember 1879, d. 20. júní 1976.
Börn þeirra:
1. Vilhelmína Sigurjónsdóttir frá Hjálmholti, f. 4. janúar 1920, d. 24. október 1957.
2. Þorsteinn Sigurjónsson verkamaður, sjómaður, f. 23. febrúar 1922, d. 16. október 1979.
3. Halldóra Sigurjónsdóttir húsfreyja í Vík í Mýrdal, f. 22. maí 1924, d. 5. mars 1999.
4. Guðrún Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 19. júlí 1925, d. 6. ágúst 2021.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.