Hafsteinn Stefánsson

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Hafsteinn og Guðmunda.

Hafsteinn Stefánsson fæddist 30. mars 1921 á Högnastöðum við Eskifjörð og lést 29. ágúst 1999. Hann fluttist til Vestmannaeyja árið 1943 og hóf að stunda sjó. Hann var bæði stýrimaður og skipstjóri.

Kona hans var Guðmunda Gunnarsdóttir, dóttir Gunnars Marels Jónssonar.Þau fluttust frá Vestmannaeyjum í gosinu 1973.

Hafsteinn var lærður skipasmiður og var skipaeftirlitsmaður frá 1969-73.

Hafsteinn var þekktur hagyrðingur og hafði hann þetta að segja um sjálfa vísuna:

Eitt er sem ég ekki skil
og engan veginn þekki:
Hvernig vísa verður til,
ég veit það bara ekki.
Þér ég segja þetta vil,
þar ég engu leyni:
Svona verður vísa til
vinurinn minn eini.
Íslendingum yndi jók
oft á langri vöku
ef þeir gátu opnað bók
eða smíðað stöku.

Hafsteinn bjó á Selfossi er hann lést.

Sjá einnigHeimildir

  • Hafsteinn Stefánsson. „Töfrar fjörunnar“. Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1994. Vestmannaeyjum: Prentsmiðjan Eyrún, 1994.