Hannes Bjarnason

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Hannes Bjarnason vélvirkjameistari, vélstjóri, starfsmaður Þróunarsamvinnustofnunar Sameinuðu þjóðanna fæddist 1. apríl 1946 í Reykjavík.
Kynforeldrar hans voru Gísli Kristján Guðmundsson bátasmiður, f. 29. janúar 1915, d. 20. ágúst 1971, og kona hans Þórunn Waage Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 2. febrúar 2018, d. 5. júlí 2002.
Kjörforeldrar Hannesar voru Bjarni Guðmundsson bifreiðastjóri, bróðir Gísla Kristjáns, f. 17. janúar 1906, d. 24. maí 1989, og kona Bjarna, Jóhanna Jakobína Guðmundsson húsfreyja, f. 7. október 1911, d. 10. janúar 1984.

Hannes ólst upp með körforeldrum sínum.
Hann lauk Gagnfræðaskólanum, fór í iðnnám í Völundi h.f., lauk vélvirkjanámi og síðan vélstjóranámi.
Hannes stundaði sjómennsku um skeið.
Þau Þorgerður bjuggu í fyrstu á Illugagötu 13, eignuðust þar Anítu 1964.
Þau byggðu Höfðaveg 34, fluttu inn 1967 og bjuggu þar til 1972.<bbr> Þau giftu sig 1969, fluttust til Reykjavíkur 1972 þar sem Hannes nam við Tækniskólann í tvö ár.
Hann hóf störf fyrir Þróunarsamvinnustofnun Sameinuðu þjóðanna 1974 og var á þeirra vegum um fjölda ára í fjölda þróunarlanda, síðan var hann vélstjóri á snekkjum frá Spáni til loka starfsferils síns.

I. Kona Hannesar, (17. maí 1969), er Þorgerður Sigurvinsdóttir frá Hruna, húsfreyja, síðar í Kópavogi, f. 8. október 1943.
Börn þeirra:
1. Aníta Hannesdóttir húsfreyja, starfsmaður Háskóla Íslands, f. 16. október 1964. Maður hennar er Guðlaugur Ásbjörnsson.
2. Alma Hannesdóttir húsfreyja, fræðslustjóri Iceland Air Hotels, f. 3. apríl 1972. Maður hennar er Claud Saliba.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.