Jón Gíslason (Ármótum)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Jón Gíslason.

Jón Gíslason útgerðarmaður, verkstjóri, verkamaður á Ármótum (Ármóti) fæddist 4. janúar 1888 á Uppsölum og lést 20. febrúar 1970.
Foreldrar hans voru Gísli Gíslason Bjarnasen smiður, beykir og verslunarmaður, f. 27. júlí 1858, d. 6. maí 1897, og kona hans Helga Guðmundsdóttir húsfreyja og ljósmóðir, f. 24. júní 1863, d. 18. mars 1931.

Börn Gísla og Helgu voru:
1. Halldóra Gísladóttir vinnukona, f. 12. desember 1885, d. 10. júní 1965.
2. Gíslína Gísladóttir, f. 12. desember 1885, d. 12. maí 1891.
3. Jón Gíslason útgerðarmaður á Ármótum, f. 4. janúar 1888 á Uppsölum, d. 20. febrúar 1970.
4. Jórunn Gísladóttir húsfreyja, f. 27. júní 1889, d. 3. nóvember 1961.
5. Sigríður Gíslína Gísladóttir, f. 13. ágúst 1891, d. 18. janúar 1892.
6. Halla Sigríður Gísladóttir, f. 29. desember 1892 í Nöjsomhed, d. 17. mars 1893.
7. Guðmundur Gíslason, f. 16. júní 1894, d. 12. nóvember 1894.
8. Karólína Vilborg Gísladóttir, f. 5. janúar 1896 í Nöjsomhed, d. 25. júlí 1896.

Barnsfaðir Helgu var Einar Jónsson sjómaður frá Káragerði í V-Landeyjum, f. 12. júní 1863, d. 27. nóvember 1941.
Barn Helgu og Einars Jónssonar úr Landeyjum var
9. Gíslína Sigríður Helga Einarsdóttir húsfreyja í Stafholti, f. 18. ágúst 1900, d. 12. ágúst 1967.

Börn Helgu og Einars Halldórssonar útgerðarmans og sjómanns í Sandprýði voru:
10. Gunnar Ármann Einarsson vélstjóri, f. 31. júlí 1902, fórst með Minervu VE-241 24. janúar 1927.
11. Vilmunda Einarsdóttir húsfreyja, f. 10. október 1908, d. 23. júní 1988.
Sonur Einars og stjúpsonur Helgu var
12. Ólafur Einarsson bátsformaður á Búðarfelli, f. 10. janúar 1897, d. 27. janúar 1928.
Fósturbarn Helgu, sonur Helgu Gísladóttur hálfsystur hennar var
13. Ketill Eyjólfsson bifreiðastjóri, útgerðarmaður, síðar framkvæmdastjóri og starfsmaður Hafnarfjarðarbæjar, f. 20. apríl 1911, d. 11. október 2006.

Jón var með foreldrum sínum í Nöjsomhed 1890. Hann missti föður sinn 1897.
Hann var fóstraður á Bakka í A-Landeyjum, var þar hjú 1901, en fluttist til Eyja 1908 og var með móður sinni og Einari Halldórssyni stjúpa sínum í Sandprýði.
Einar drukknaði í Höfninni 1912. Börnin voru með móður sinni í Sandprýði og 1918 var Jón þar og Þórunn Markúsdóttir var þar vinnukona, en kona hans 1919.
Jón var lengi verkstjóri við Kaupfélagið Fram á árum þess 1917-1940. Auk þess fékkst hann við útgerð, var um skeið eigandi að Höfrungi VE-238 með Jóni Einarssyni á Höfðabrekku og Jes A. Gíslasyni. Hann var síðar eigandi að Þórunni VE-28 með Þórarni Gísla og Markúsi sonum sínum.
Þórunn ól Markús 1920 og Þórarin Gísla 1921. Hún lést 2 vikum eftir fæðingu Þórarins Gísla.
Jón reisti Ármót og var kominn þangað með Helgu móður sína og systkini sín 1924 og Helgu fylgdi fóstursonur hennar Ketill Eyjólfsson. Þar bjó Jón síðan.
Stórfjölskyldan var enn á Ármótum (Ármóti) hjá Jóni 1925. Á jarðhæðinni bjó Jórunn systir hans og Oddgeir maður hennar svo og Júlíus bróðir hans.
Helga móðir Jóns var bústýra hjá honum, en hún lést 1931.
1940 var fjölskyldan á Ármótum (Ármóti), synirnir Markús og Þórarinn Gísli og ráðskona Jóns var Vilmunda systir hans.
1945 bjó hann þar með Halldóru systur sinni, sem var skráð vinnukona hans og hjá honum var Þórarinn Gísli skrifstofumaður, en á annarri hæð var Vilmunda systir hans með Hinriki Gíslasyni manni sínum og Gunnari Ármanni syni þeirra.
1949 bjó Jón þar með Þórarni Gísla, en Markús bjó í hinni íbúðinni með Auði konu sinni og börnunum Jónu Pálínu, Eiríku Pálínu og Ágústi Ármanni.
Jón lést 1970.

Kona Jóns, (7. júní 1919), var Þórunn Markúsdóttir húsfreyja, f. 23. september 1892, d. 1. júní 1921.
Börn þeirra voru:
1. Markús Jónsson útgerðarmaður, skipstjóri, starfsmaður Olíuverslunar Íslands, síðast í Reykjavík, f. 3. apríl 1920, d. 27. apríl 1998.
2. Þórarinn Gísli Jónsson skrifstofumaður, bókhaldari, útgerðarmaður, síðast í Hafnarfirði, f. 18. maí 1921, d. 24. apríl 1987.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.