Ljósmyndasafn Vestmannaeyja

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Ljósmyndasafn Vestmannaeyja er staðsett í Safnahúsi Vestmannaeyja við Ráðhúströð.

Ein af perlum safnsins er ljósmyndaplötusafn Kjartans Guðmundssonar ljósmyndara frá Hörgsholti (1885-1950) sem er uppistaða Ljósmyndasafns Vestmannaeyja.

Alls er safnið 15.000 til 20.000 plötur sem erfingjar Kjartans gáfu Vestmannaeyjabæ eftir lát hans árið 1950. Bæjarstjórn afhenti Byggðasafninu plöturnar til varðveislu. Mikið starf var að bera kennsl á það fólk sem á myndunum er. Þorsteinn Þ. Víglundsson fékk til liðs við sig nokkra menn við það verkefni. Þeir voru Árni Árnason, Eyjólfur Gíslason, Guðjón Scheving og Oddgeir Kristjánsson.


Tenglar

  • Heimasíða Ljósmyndasafnsins [1]