Árni Árnason (Borg)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Árni Árnason, vinnumaður fæddist 15. október 1840 í Pétursey í Mýrdal og lést 16. júlí 1879 í Ystabæliskoti u. Eyjafjöllum.
Foreldrar hans voru Árni Högnason, bóndi, f. 1799, drukknaði 10. júní 1846, og kona hans Dóróthea Sveinsdóttir, húsfreyja, f. 26. október 1803, d. 16. janúar 1862.

Árni var með foreldrum sínum í Pétursey í Mýrdal til 1842, var fósturbarn í Eyjarhólum í Mýrdal 1842-1844/5, var hjá foreldrum sínum í Skarðshlíð u. Eyjafjöllum 1845, var fósturbarn í Eyjarhólum 1846/7-1852. Hann var hjá foreldrum sínum í Skarðshlíð 1852-1853, var léttadrengur í Eyjarhólum 1853-1854/5, hjá foreldrum sínum í Skarðshlíð 1855, vinnumaður þar 1860, kom þaðan að Sólheimahjáleigu 1867, var vinnumaður þar til 1868. Þá fór hann að að Skarðshlíð og var þar vinnumaður 1870.
Hann fór til Eyja 1871, var vinnumaður á Borg Hann lést á ferð í kaupavinnu í Skaftafellssýslu 1879.
Árni var ókvæntur.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.