Árni Óli Ólafsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Árni Óli Ólafsson.

Árni Óli Ólafsson frá Suðurgarði, stýrimaður fæddist þar 24. mars 1945 og lést 29. maí 2021 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hans voru Ólafur Þórðarson rafvirkjameistari, vélstjóri, f. 30. janúar 1911, d. 1. janúar 1996, og kona hans Anna Svala Johnsen húsfreyja, f. 19. október 1917, d. 16. janúar 1995.

Börn Svölu og Ólafs:
1. Árni Óli Ólafsson, f. 24. mars 1945, d. 29. maí 2021.
2. Jóna Ólafsdóttir, f. 21. desember 1946, d. 29. nóvember 2008.
3. Margrét Marta Ólafsdóttir, f. 9. nóvember 1960.
Börn Ólafs Þórðarsonar og fyrri konu hans Jónu Pálsdóttur:
4. Þuríður Ólafsdóttir, f. 1933, d. 1934.
5. Þuríður Ólafsdóttir, f. 19. febrúar 1935.
6. Ásta Ólafsdóttir, f. 18. júlí 1936.

Árni Óli var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk landsprófi í Gagnfræðaskólanum 1961, stundaði nám í Kennaraskólanum, en hætti eftir rúmt ár. Hann tók II. stigs fiskimannapróf í Stýrimannaskólanum í Eyjum 1967.
Hann var sjómaður frá 1964, stýrimaður, lengi stýrimaður á Ísleifi VE 63 með Gunnari Jónssyni og á Hugin VE 55 með Guðmundi Inga Guðmundssyni og sonum hans. Einnig var hann á Helgu Jóh VE 41, með Ólafi M. Kristinssyni og síðast stýrimaður á Ísleifi.
Árni Óli var fjölhæfur íþróttamaður á yngri árum, bæði í frjálsum íþróttum, en einkum þó í knattspyrnu.
Þau Hanna Birna giftu sig 1966, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Suðurgarði, við Bröttugötu, í Hásteinsblokkinni, að Ofanleiti, á Strembugötu 20, síðan í eigin húsi við við Höfðaveg 59.

I. Kona Árna Óla, (9. apríl 1966), er Hanna Birna Jóhannsdóttir frá Reykjavík, húsfreyja, f. 1. október 1944.
Börn þeirra:
1. Ólafur Árnason sálfræðingur, f. 18. október 1966 í Reykjavík. Kona hans Guðrún Möller.
2. Jóhann Ingi Árnason fjölmiðlafræðingur, framkvæmdastjóri í St. Louis í Bandaríkjunum, f. 30. september 1969 í Eyjum. Kona hans Any Elisabeth Kohnen.
3. Anna Svala Árnadóttir dans- og jogakennari á olíuborpalli frá Noregi, f. 19. apríl 1971 í Eyjum. Barnsfaðir hennar Arnar Hjartarson. Sambúðarmaður hennar Anders Lerøy.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hanna Birna.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið í júní 2021. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.