Árni Jónsson (Stíghúsi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Árni Jónsson sjómaður, húsmaður í Stíghúsi fæddist 16. maí 1878 og fórst 20. maí 1901 með Sjólyst við Bjarnarey.
Foreldrar hans voru Jón Valdason bóndi í Steinum u. Eyjafjöllum, f. 1851, d. 15. janúar 1907, og kona hans Þuríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 26. mars 1849, d. 1. júní 1911.

Börn Jóns Valdasonar og Þuríðar Jónsdóttur í Eyjum voru:
1. Guðjón Jónsson formaður á Sandfelli, f. 21. mars 1873, d. 1. júlí 1941.
2. Valdi Jónsson sjómaður í Sandgerði, f. 21. júní 1874, d. 21. ágúst 1947.
3. Magnús Jónsson steinhleðslumeistari, f. 1875, d. 1958.
4. Árni Jónsson sjómaður, húsmaður í Stíghúsi, f. 16. maí 1878, d. 20. maí 1901.

Árni var með foreldrum sínum í æsku. Hann var húsmaður í Stíghúsi 1901, bjó þar með Ólöfu Jónsdóttur, síðar húsfreyju í Byggðarholti, f. 26. janúar 1875, d. 17. janúar 1963.
Barn þeirra var
1. Árný Magnea Steinunn Árnadóttir húsfreyja á Eiðum, f. 18. september 1901, d. 2. nóvember 1960.

Árni fórst með Sjólyst við Bjarnarey í maí 1901.
Þeir, sem fórust voru:
1. Jón Eyjólfsson bóndi á Kirkjubæ
2. Magnús Guðlaugsson í Fagurlyst
3. Árni Jónsson húsmaðir í Stíghúsi.
4. Hreinn Þórðarson í Uppsölum.
5. Pálmi Guðmundsson í Stíghúsi.
6. Eyjólfur Guðmundsson frá Kirkjulandi í A-Landeyjum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.