Árni Sigurðsson (Dal)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Árni Sigurðsson frá Steinsstöðum fæddist 24. nóvember 1871 og lést líklega í Vesturheimi.
Foreldrar hans voru Sigurður Árnason bóndi á Steinsstöðum, f. 1844, hrapaði úr Stórhöfða 4. ágúst 1880, og kona hans Margrét Sæmundsdóttir húsfreyja, f. 1. október 1835, d. 12. mars 1880.

Árni var í fóstri hjá Finni og Þuríði á Steinsstöðum 1880, 8 ára, vinnumaður hjá ekkjunni Þuríði 1890.
Við giftingu 1900 voru þau Guðrún bæði í Nýjabæ.
1901 var Árni kvæntur húsbóndi í Dal með konu sinni Guðrúnu og barninu Margréti á fyrsta ári og hjá þeim var stúlkan Katrín Guðjónsdóttir 14 ára.
Árni fór til Vesturheims 1904 með Guðrúnu, Margréti 3 ára, en Katrín Guðjónsdóttir vinnukona hafði farið Vestur 1902.

Kona Árna, (2. nóvember 1900), var Guðrún Bergsteinsdóttir húsfreyja frá Tjörnum u. Eyjafjöllum, f. 1874.
Barn þeirra hér:
1. Margrét Árnadóttir, f. 30. maí 1901.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.