Ásrún Björgvinsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ásrún Björgvinsdóttir húsfreyja, starfsmaður í íbúðakjarna fyrir þroskahefta í Hfirði fæddist 13. ágúst 1968.
Foreldrar hennar Björgvin Magnússon verslunarmaður, kaupmaður, f. 28. september 1928, d. 2. maí 2013, og kona hans Sigríður Kristín Karlsdóttir húsfreyja, f. 28. apríl 1929, d. 1. mars 2022.

Börn Sigríðar og Björgvins:
1. Magnús Björgvinsson, f. 12. nóvember 1947. Kona hans Kristrún Ingibjartsdóttir, látin.
2. Kristín Björgvinsdóttir, f. 4. mars 1954. Maður hennar Ómar Jónsson.
3. Gísli Björgvinsson, f. 4. maí 1961. Kona hans Nanna Hreinsdóttir.
4. Ásrún Björgvinsdóttir, f. 13. águst 1968. Barnsfaðir hennar Ólafur Ásbjörnsson. Maður hennar Karl Pálsson.

Þau Ólafur hófu sambúð, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Biskupstungum. Þau skildu.
Þau Karl giftu sig, eignuðust ekki börn saman, en hann eignaðist tvö börn áður.

I. Fyrrum sambúðarmaður Ásrúnar er Ólafur Ásbjörnsson garðyrkjumaður. f. 31. ágúst 1965. Foreldrar hans Ásbjörn Stö Ólason garðyrkjumaður, f. 22. febrúar 1920, d. 13. apríl 1999, og Kristín Sigurðardóttir, f. 5. nóvember 1929, d. 24. desember 1993.
Börn þeirra:
1. Selma Ólafsdóttir, f. 10. júlí 1990.
2. Íris Ólafsdóttir, f. 10. nóvember 1993.

II. Maður Ásrúnar er Karl Pálsson kennari, f. 8. ágúst 1972. Foreldrar hans Páll Bergsson, f. 4. júlí 1945, d. 1. maí 1992, og Helga Guðnadóttir, f. 4. maí 1951.
Börn Karls:
3. Aron Páll Karlsson, f. 8. júlí 1996.
4. Sigrún Þóra Karlsdóttir, f. 18. júní 2000.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.