Ástríður Einarsdóttir (Löndum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Ástríður Einarsdóttir húsfreyja á Löndum fæddist 10. október 1857 og lést 20. júlí 1919.
Foreldrar hennar voru Einar Guðmundsson bóndi á Steinsstöðum og kona hans Kristín Jónsdóttir húsfreyja.

Ástríður var hálfsystir Jóns Einarssonar á Garðsstöðum, afa Kristmannssystkina og Ólafs Ingvarssonar verkamanns á Miðhúsum.

Faðir Ástríðar hrapaði til bana, er hún var á fyrsta árinu.
Hún var 3 ára með móður sinni, stjúpa og hálfbróður, Einari Ingvarssyni, á Steinsstöðum 1860. Tólf ára niðursetningur var hún í Landlyst 1870 hjá læknishjónunum Matthildi Magnúsdóttur og Þorsteini Jónssyni.
Við manntal 1880 var Ástríður 23 ára vinnukona í Skarðshlíð u. Eyjafjöllum.
1890 var hún gift húsfreyja á Löndum 2, (Eystri-Löndum) í Eyjum með Sigurði manni sínum, barninu Kristni á fyrsta ári og ekkjunni Sigríði Eiríksdóttur, móður Sigurðar húsbónda 78 ára.
Við manntal 1901 var hún 43 ára húsfreyja á Löndum með Sigurði 40 ára og syninum Kristni 11 ára. Þar var Kristinn Ástgeirsson 7 ára, „skyldur konunni“ og Friðrik Svipmundsson leigjandi.
Þar var vinnukona Þórdís Ólafsdóttir 35 ára, (síðar í Skuld).
Við manntalið 1910 var fjölskyldan á Löndum, Ástríður, Sigurður, Kristinn, en Kristinn Ástgeirsson og Ragnheiður Árnadóttir af Skaganum vinnuhjú.
Tvíbýlt var á Löndum þessum 1910. Pétur Andersen og fjölskylda bjuggu í hinni íbúðinni.
Ástríður lést 1919.br>

Maður Ástríðar var Sigurður Jónsson verkamaður á Löndum, f. 29. október 1859, d. 10. ágúst 1932.
Börn þeirra hér:
1. Andvana fætt meybarn 28. júlí 1888.
2. Kristinn Sigurðsson verkamaður á Löndum, f. 21. apríl 1890, d. 4. mars 1966, kvæntur Oktavíu Þórunni Jóhannsdóttur húsfreyju, f. 23. október 1884, d. 9. desember 1968.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.