Ísleifur Bergsteinsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Ísleifur Bergsteinsson frá Neðri-Dal u. Eyjafjöllum, bóndi, ferjumaður, verkamaður fæddist 27. júní 1869 og lést 16. mars 1941.
Foreldrar hans voru Bergsteinn Einarsson, f. 24. júlí 1841, d. 30. nóvember 1904, og kona hans Anna Þorleifsdóttir húsfreyja, f. 16. nóvember 1840, d. 17. febrúar 1914.

Ísleifur var með foreldrum sínum, á Tjörnum u. Eyjafjöllum 1870 og 1880, á Fitjamýri þar 1890.
Hann var bóndi í Varmahlíð þar 1894, Neðri-Dal þar 1901, bóndi í Seljalandsseli þar 1910, bjó á Óseyrarnesi við Ölfusá 1920, var ferjumaður þar, síðan verkamaður í Eyjum.
Þau Guðný giftu sig, eignuðust ellefu börn og fóstruðu Aðalheiði barn Önnu dóttur sinnar.
Þau fluttu til Eyja 1924, bjuggu á Brekastíg 24, fluttu til lands 1930. Þau bjuggu síðast í Njarðvíkum.
Ísleifur lést 1941 og Guðný 1948.

I. Kona Ísleifs, (22. maí 1893), var Guðný Sigurðardóttir frá Eystri-Garðsauka í Hvolhreppi, húsfreyja, f. þar 15. febrúar 1866, d. 6. september 1948.
Börn þeirra:
1. Katrín Ísleifsdóttir húsfreyja á Einlandi í Grindavík 1930, f. 17. febrúar 1894, d. 9. mars 1972.
2. Bergsveinn Ísleifsson bóndi í Götu í Árn., Móum í Innri-Njarðvík, f. 16. júní 1895, d. 20. mars 1951.
3. Guðmundur Ísleifsson trésmiður í Eyjum, bóndi í Krýsuvík, trésmiður í Reykjavík, f. 18. september 1896, d. 11. janúar 1962.
4. Sigurleif Ísleifsdóttir, f. 8. apríl 1898, d. 8. apríl 1898.
5. Sigurður Ísleifsson skipstjóri í Hafnarfirði, f. 6. ágúst 1899, d. 15. nóvember 1964.
6. Markús Ísleifsson fósturbarn Vigfúsar föðurbróður síns, trésmiður í Reykjavík, f. 4. febrúar 1901, d. 13. desember 1984.
7. Anna Ísleifsdóttir húsfreyja, f. 10. mars 1902, d. 17. september 1940.
8. Þorsteinn Ísleifsson sjómaður í Reykjavík, f. 8. desember 1903, d. 28. janúar 1936.
9. Guðrún Ísleifsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 17. desember 1904, d. 18. janúar 1999.
10. Guðleifur Ísleifsson vélamaður, skipstjóri, vitavörður á Sauðanesi við Siglufjörð, f. 10. október 1906, d. 20. mars 1967.
11. Aðalheiður Ísleifsdóttir, f. 4. ágúst 1910, d. 31. janúar 1930.
12. Aðalheiður Ísleifs Hafliðadóttir dóttir Önnu Ísleifsdóttur og fósturdóttir Guðnýjar og Ísleifs. Aðalheiður var f. 28. janúar 1929 á Brekastíg 24 í Eyjum, síðast í Bólstaðarhlíð 46 í Reykjavík, d. 24. september 2018.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.