Ísleifur Ingvarsson (Goðafelli)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Ísleifur Ingvarsson.

Ísleifur Ingvarsson frá Klömbru u. Eyjafjöllum, verkamaður, verkstjóri fæddist 27. mars 1905 og lést 22. janúar 2001.
Foreldrar hans voru Ingvar Pálsson bóndi, f. 3. október 1863, d. 16. maí 1910, og kona hans Kristbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 26. febrúar 1870, d. 2. maí 1949.

Börn Kristbjargar og Ingvars – í Eyjum:
1. Sigurjón Ingvarsson skipstjóri í Skógum f. 20. desember 1895, d. 29. mars 1986.
2. Ísleifur Ingvarsson verkamaður, verkstjóri, f. 27. mars 1905, d. 22. janúar 2001.
3. Kort Ármann Ingvarsson verkamaður, f. 6. janúar 1908, f. 7. apríl 1986.

Ísleifur var með foreldrum sínum, en faðir hans lést, er Ísleifur var fimm ára. Hann var með ekkjunni móður sinni 1920, vinnumaður þar 1928.
Þau Guðmunda giftu sig 1928, eignuðust eitt barn. Þau fluttu til Eyja 1928, bjuggu í Héðinshöfða við Hásteinsveg 36, voru komin að Goðafelli við Hvítingaveg 3 við fæðingu Ástþórs 1933 og bjuggu þar við andlát Guðmundu 1999.
Ísleifur var verkamaður og verkstjóri.
Hann bjó síðast hjá Ástþóri syni sínum við Ásaveg 16.
Hann lést 2001.

I. Kona Ísleifs, (25. september 1928), var Guðmunda Ólafsdóttir frá Þorvaldseyri u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 2. október 1907, d. 29. maí 1999.
Börn þeirra:
1. Ástþór Eydal Ísleifsson vélstjóri, f. 9. júlí 1933. Kona hans Ester Zóphoníasdóttir.
2. Drengur fæddur andvana 1937.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.