Ólöf Gunnsteinsdóttir (Hólnum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Ólöf Gunnsteinsdóttir bústýra á Hólnum fæddist 1826 í Jórvík í Álftaveri og lést 12. júní 1856.
Foreldrar hennar voru Gunnsteinn Runólfsson bóndi, f. 22. október 1800, d. 8. nóvember 1881, og kona hans Ragnhildur Jónsdóttir, f. 6. maí 1802, d. 24. ágúst 1886.

Ólöf var systir
1. Jóns Gunnsteinssonar útvegsbónda í Dölum og
2. Jóhönnu Gunnsteinsdóttur húsfreyju í Dölum.
Ættbogi Ólafar í Eyjum var víðfeðmur.
Sjá elsta hluta hans á síðu Jóhönnu Gunnsteinsdóttur húsfreyju í Dölum.

Ólöf var með foreldrum sínum til ársins 1843. Hún var vinnukona á Norður-Hvoli í Mýrdal 1843-1847, á Kirkjulandi í A-Landeyjum 1850.
Hún fluttist til Eyja 1850, bústýra að Draumbæ.
Ólöf var þjónustustúlka í Juliushaab 1851, vinnukona þar 1852.
Hún var bústýra á Hólnum, (Jónshúsi) hjá Guðmundi Guðmundssyni smið 1853-1856.
1855 voru þau á Hólnum með barn sitt Guðmund á fyrsta ári.
Ólöf lést 1856 úr holdsveiki, og á því ári var barnið hjá föður sínum á Hólnum.

Barnsfaðir Ólafar var Guðmundur Guðmundsson bóndi, smiður, síðar á Kirkjubæ, f. 1828, d. 26. september 1890.
Barn þeirra var
1. Guðmundur Guðmundsson, f. 1. febrúar 1855, d. 25. nóvember 1874, „dó úr krampa, var holdsveikur“.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.