Ólafía Óladóttir (Stíghúsi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Ólafía Ingibjörg Óladóttir, (Lóa í Stíghúsi), húsfreyja og verkakona fæddist 17. nóvember 1897 á Melum í Mjóafirði eystra og lést 22. mars 1965.
Foreldrar hennar voru Óli Kristján Þorvarðarson sjómaður, húsmaður á Kolableikseyri í Mjóafirði eystra, steinsmiður, síðast í Reykjavík, f. 7. október 1855, drukknaði af Ísabellu 29. apríl 1911, og sambýliskona hans Ragnhildur Ólafsdóttir húsfreyja, f. 6. nóvember 1856, d. 30. júlí 1907.

Hálfsystur Ólafíu í Eyjum voru:
1. Kristín Óladóttir húsfreyja, f. 17. mars 1889, d. 1. september 1975.
2. Rannveig Óladóttir húsfreyja, f. 18. desember 1893, d. 14. nóvember 1918.

Ólafía var með fjölskyldu sinni í Ólahúsi í Mjóafirði 1901.
Hún kom til Eyja frá Reykjavík 1909, var tökubarn hjá Matthíasi Finnbogasyni og Sigríði Ólöfu Þorsteinsdóttur á Jaðri 1910.
Hún fluttist til Reykjavíkur 1920, 22 ára vinnukona.
Ólafía var húsfreyja á Njarðarstíg 5, í (Stíghúsi) 1930 með Jóhanni PétriPálmasyni háseta og börnunum Pálma, Óla Kristjáni, Rögnvaldi Ólafi, ónefndri dóttur á fyrsta ári og Guðbjörgu Sighvatsdóttur tengdamóður sinni.
Ólafía tók drjúgan þátt í félagsmálum í Eyjum, einkum þeim sem lutu að velferð barna. Hún var t.d. ein af frumkvöðlum að rekstri dagheimilis fyrir börn. Hún bar upp tillögu þess efnis í Verkakvennafélaginu Snót 21. apríl 1938. Upp úr alllangri baráttu kvenna, ýmissa félaga og einstaklinga reis Barnaheimilið Helgafell og tók til starfa 12. júní 1946.
Fjölskylda Ólafíu fluttist til Reykjavíkur 1947. Hún var þar verkakona. Þar lést hún 1965.

Maður Óafíu Ingibjargar, (21. september 1924), var Jóhann Pétur Pálmason sjómaður, síðar múrararameistari, f. 4. mars 1895, d. 7. janúar 1988.
Börn þeirra:
1. Pálmi Jóhannsson sjómaður, f. 18. janúar 1925, d. 5. febrúar 1990 .
2. Óli Kristján Jóhannsson stýrimaður, verkstjóri, f. 6. mars 1926, d. 28. mars 1999.
3. Rögnvaldur Ólafur Jóhannsson sjómaður, f. 27. desember 1927, d. 15. júní 1974.
4. Guðbjörg Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 29. desember 1930, d. 15. júlí 2018.
5. Ingi Randver Jóhannsson endurskoðandi, skákmeistari, f. 5. desember 1936, d. 30. október 2010.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.