Ólafur Ólafsson (skipstjóri)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Ólafur Ólafsson skipstjóri.

Ólafur Ólafsson skipstjóri í Bifröst fæddist 6. ágúst 1880 á Traðarbakka í Akraneshreppi og fórst með Rigmor á Biskæjaflóa 1918.
Foreldrar hans voru Ólafur Ólafsson síðar bóndi í Miðbýli í Akraneshreppi, f. 22. nóvember 1853 í Hlíðartúni í Sökkólfsdal í Dalasýslu, d. 22. nóvember 1922 í Eyjum, og kona hans Jóhanna Guðbjörg Jóhannesdóttir húsfreyja frá Suðurríki hjá Borg á Mýrum, f. 20. júní 1856, d. 23. nóvember 1902.

Ólafur var með foreldrum sínum á Miðbýli 1890, fluttist með þeim og systrum sínum til Reykjavíkur 1897 og var hjá þeim 1901. Hann stundaði sjómennsku, tók farmannapróf 1901, varð síðan skipstjóri í Eyjum, ennfremur stýrimaður á strandferðaskipinu Sterling og stýrimaður á Rigmor, sem fórst með allri áhöfn á leið frá Spáni 1918.
Ólafur var staddur á Seyðisfirði 1910, en Guðrún kom til Eyja 1910 og bjó með dætrum sínum Indíönu og Dagmar í Hlíðarhúsi.
Þau Guðrún bjuggu á Skjaldbreið 1911-1915, á Bifröst 1916 og 1917. Ólafur lést 1918.

Kona Ólafs, (2. mars 1905), var Guðrún Sigurlína Guðjónsdóttir frá Hofi í Norðfirði, húsfreyja, f. 14. nóvember 1881, d. 29. ágúst 1952.
Börn þeirra:
1. Indíana Ólafsdóttir húsfreyja, f. 3. september 1905 í Reykjavík, d. 14. október 1967. Maður hennar var Jón Bergmann Bjarnason vélstjóri.
2. Dagmar Ólafsdóttir húsfreyja, f. 2. júní 1910 á Seyðisfirði, d. 10. október 1987. Maður hennar var Jón Bjarnason skrifstofustjóri.
3. Unnur Ólafsdóttir húsfreyja, f. 10. júlí 1915, d. 27. júlí 1975. Maður hennar var Gísli Jakobsson bakarameistari.
4. Haukur Ólafsson skipstjóri, verslunarstjóri, f. 18. febrúar 1917 í Eyjum, d. 26. desember 2012. Kona hans var Valborg Jónína Jónsdóttir húsfreyja, starfsmaður Kaupfélagsins Fram í Neskaupstað, f. 5. október 1926, d. 7. júlí 2016.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Íslendingabók.is.
  • Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.