Ólafur Jónsson (ljósmyndari)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Ólafur Jónsson ljósmyndari fæddist 26. ágúst 1889 í Norður-Hvammi í Mýrdal og lést 21. janúar 1951, er flugvélin Glitfaxi fórst.
Foreldrar hans voru Jón Ólafsson bóndi, f. 7. september á Hörgslandi á Síðu, drukknaði 25. apríl 1893 undan Landeyjasandi, og kona hans Ingveldur Guðmundsdóttir frá Eyjarhólum í Mýrdal, húsfreyja, f. þar 22. júní 1857, d. 13. október 1944 á Suður-Hvammi.

Ólafur var hjá foreldrum sínum í Norður-Hvammi til 1903, var létttasveinn á Hvoli í Mýrdal 1903-1906, fór þá til Rvk, var myndasmiður í Vík í Mýrdal 1909-1912.
Hann fór til Eyja 1912 og kom aftur til Víkur 1915, var myndasmiður í Vík 1915-1916, fór þá til Khafnar, kom til Rvk 1922, var sjómaður þar 1930. Hann var verkamaður þar 1939, rafvirki þar 1948 og til æviloka.
Hann eignaðist barn með Solveigu 1917.
Þau Ivy Violet giftu sig, eignuðust eitt barn.
Ólafur lést 1951.

I. Barnsmóðir Ólafs var Solveig Einarsdóttir frá Strönd í Meðallandi, V.-Skaft., síðar húsfreyja, f. 2. mars 1875, d. 26. janúar 1974.
Barn þeirra:
1. Svava Sigurrós Ólafsdóttir, f. 29. júní 1917, d. 5. apríl 1943.

II. Kona Ólafs var Ivy Violet Jónsson, f. 23. október 1904 á Englandi.
Barn þeirra:
2. Inga Nancy Jónsson, f. 26. júlí 1929.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.