Ólafur Thorarensen (tannlæknir)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Ólafur Jónsson Thorarensen tannlæknir fæddist 31. ágúst 1908 í Reykjavík og lést þar 27. janúar 1969.
Foreldrar hans voru Bjarni Jón Thorarensen bóndi í Stórholti í Saurbæjarhreppi , Dalas., síðar bæjarfógetaskrifari í Reykjavík, f. 13. október 1872, d. 24. desember 1916, kona hans Elín Elísabet Jónsdóttir Thorarensen húsfreyja, f. 16. september 1881, d. 25. mars 1956.

Ólafur varð stúdent í Menntaskólanum í Reykjavík 1930, stundaði nám í læknadeild Háskóla Íslands frá hausti 1930 í nokkur ár, lauk prófum í tannlækningum (varð cand odont.) í Háskóla Íslands 1947, hlaut tannlæknaleyfi 1947.
Ólafur var aðstoðarlæknir meðfram námi í læknisfræði úti á landi í nokkur ár.
Hann var tannlæknir á Akranesi 1947-1949, í Eyjum 1949-1955, síðar í Reykjavík.
Ólafur eignaðist barn með Ingveldi 1929.
Hann eignaðist barn með Ástu 1934.
Þau Ingibjörg giftu sig 1947, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Vöruhúsinu við Skólaveg 1. Þau skildu.
Ólafur lést 1969 í Reykjavík.

I. Barnsmóðir Ólafs var Ingveldur Guðmundsdóttir, síðar húsfreyja á Húsavík, f. 19. mars 1911, d. 14. ágúst 1991.
Barn þeirra:
1. Eiríkur Rafn Thorarensen loftskeytamaður, f. 24. nóvember 1929. Kona hans María Magnúsdóttir skrifstofumaður.

II. Barnsmóðir Ólafs var Viktoría Fanney Ásta Jónsdóttir verkakona í Reykjavík, f. 3. desember 1911, d. 27. febrúar 1992.
Barn þeirra:
1. Lárus Thorarensen flugvélstjóri í Garðabæ, f. 7. júní 1934, d. 1. desember 1978. Kona hans Margrét Jóhanna Aðalsteinsdóttir.

III. Kona Ólafs, (11. október 1947, skildu), var Ingibjörg Guðlaugsdóttir frá Lundi við Vesturveg 12, húsfreyja, verslunarmaður, f. 14. mars 1925 í Odda við Vestmannabraut 63 og lést 23. desember 2018.
Börn þeirra:
1. Elín Thorarensen hárgreiðslukona í Reykjavík, f. 30. júní 1948 í Reykjavík, d. 6. apríl 1982. Fyrrum maður hennar var Kjartan Ólafsson sjómaður, garðyrkjumaður, látinn. Fyrrum maður hennar Stefán Gunnar Jökulsson kennari, dagskrárgerðarmaður, tónlistarmaður.
2. Brynjúlfur Gunnar Thorarensen bifvélavirki, verslunarstjóri í Reykjavík, f. 4. apríl 1951, d. 17. júlí 1999. Kona hans Ingveldur Jóna Gunnarsdóttir bankastarfsmaður.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 4. janúar 2019. Minning Ingibjargar.
  • Prestþjónustubækur.
  • Tannlæknatal 1854-1984: Æviágrip íslenskra tannlækna. Tannlæknafélag Íslands 1984. Ritnefnd Gunnar Þormar o.fl.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.