Óskar Þorgilsson (Hraunbúðum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Óskar Þorgilsson.

Óskar Þorgilsson bifvélavirkjameistari, bílamálningameistari fæddist 5. mars 1919 í Reykjavík og lést 6. september 2006 í Hraunbúðum.
Foreldrar hans voru Þorgils Sigtryggur Pétursson bifreiðasmiður í Reykjavík, f. 18. maí 1892, d. 9. janúar 1979 og Guðný Ingigerður Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 28. febrúar 1897, d. 11. desember 1943.

Óskar vann í Reykjavík, við bifvélavirkjun og rak málningarverkstæði fyrir bíla. Hann flutti gamall maður til Eyja, var hjá Guðnýju dóttur sinni og Einari Steingrímssyni á Smáragötu 10 1986, en síðast í Hraunbúðum.
Hann lést 2006.

I. Barnsmóðir Óskars var Sólveig Sigurðardóttir, f. 7. apríl 1920, d. 28. apríl 2003.
Barn þeirra:
1. Hrafnkell Óskarsson sjómaður, f. 8. september 1942, d. 28. desember 2016.

II. Kona Óskars var Pálína Ingunn Benjamínsdóttir húsfreyja, f. 4. apríl 1918, síðast á Laugavegi 147, d. 6. september 1974. Foreldrar hennar voru Benjamín Benjamínsson, f. 21. desember 1875 á Akureyri, d. 29. mars 1925 og Ragnheiður Jónsdóttir, f. 18. apríl 1875 á Miðhúsum í Reykhólasveit, Barð., d. 29. janúar 1952.
Börn þeirra:
2. Guðný Ingigerður Óskarsdóttir verslunarmaður, f. 4. september 1948. Maður hennar Einar Steingrímsson.
3. Kolbrún Óskarsdóttir húsfreyja, f. 15. ágúst 1949. Hún bjó í Bretlandi 1986. Maður hennar Eugene McCarthy, látinn.
4. Óskar Gunnar Óskarsson bílamálari í Reykjavík, f. 29. mars 1953. Kona hans Þorfríður Magnúsdóttir.
5. Pétur Óskarsson bílamálari í Reykjavík, f. 21. ágúst 1954. Kona hans Susanna Blanco.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.