Úlfar Guðjónsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Úlfar Guðjónsson húsgagnabólstari, framkvæmdastjóri fæddist 9. október 1931 á Melstað við Faxastíg 8 og lést 15. júní 1998.
Foreldrar hans voru Guðjón Kr. Þorgeirsson, f. 13. nóvember 1905, d. 13. nóvember 1983, og kona hans Ingibjörg Úlfarsdóttir húsfreyja, f. 13. október 1893, d. 14. janúar 1969.

Börn Ingibjargar og Guðjóns:
1. Guðlaug Þórdís Guðjónsdóttir, f. 23. desember 1929 á Melstað, d. 21. júlí 2023.
2. Úlfar Guðjónsson, f. 9. október 1931 á Faxastíg 8, d. 15. júní 1998.

Úlfar var með foreldrum sínum.
Hann lærði húsgagnabólstrun í Trésmiðjunni Víði og lauk sveinsprófi 1956.
Úlfar stundaði sjómennsku, fyrst á fiskibátum, síðan á varðskipinu Ægi.
Hann vann síðan við iðn sína, stofnaði fyrirtækið Íslensk húsgögn 1962 ásamt Garðari Sigurðssyni í Garðarshólma í Keflavík. Þeir ráku fyrirtækið í Auðbrekkum 63, framleiddu húsgögn og seldu.
Árið 1965 stofnaði Úlfar húsgagnaverksmiðjuna Úlfar Guðjónsson hf. og rak fyrirtækið ásamt verslun, fyrst í Auðbrekku 63, en síðan í Auðbrekku 61, í eigin húsnæði. Þar starfaði hann til 1977, er hann flutti á Reykjavíkurveg 78 í Hafnarfirði í eigið húsnæði og rak fyrirtækið til 1987, er hann hætti störfum.
Þau Jónína giftur sig 1954, eignuðust fjögur börn.
Úlfar lést 1998 og Jónína 2024.

I. Kona Úlfars, (1954), er Jónína Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 2. júlí 1934, d. 16. janúar 2024. Foreldrar hennar voru Jóhann Eiríksson ættfræðingur, f. 25. október 1893, d. 29. september 1985, og kona hans Helga Elínborg Björnsdóttir húsfreyja, f. 3. september 1908, d. 4. mars 1993.
Börn þeirra:
1. Jóhann Úlfarsson, f. 27. janúar 1955. Kona hans Halldóra Viðarsdóttir.
2. Logi Úlfarsson, f. 1. janúar 1957. Kona hans Brynja Vermundsdóttir.
3. Úlfar Úlfarsson, f. 5. janúar 1963, d. 3. mars 1991. Barnsmóðir hans Hulda Einarsdóttir.
4. Ingibjörg Úlfarsdóttir, f. 12. júní 1972. Sambúðarmaður hennar Andri Þór Steingrímsson.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.