Þórða Berg Óskarsdóttir (yngri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þórða Berg Óskarsdóttir yngri, með masterspróf í verkefnastjórnun, framkvæmdastjóri, fæddist 8. september 1982.
Foreldrar hennar voru Óskar Eyberg Aðalsteinsson, bifvélavirki, f. 13. desember 1961, og kona hans Margrét Árdís Sigvaldadóttir, f. 1.maí 1961.

Börn Margrétar og Óskars:
1. Þórða Berg Óskarsdóttir, f. 8. september 1982. Fyrrum maður hennar Gunnar Örn Arnarson.
2. Sigurjón Daði Óskarsson, f. 11. maí 1986, d. 8. apríl 2008. Barnsmóðir hans Helena Dröfn Stefánsdóttir.
3. Ásta Kristín Óskarsdóttir, f. 3. janúar 1997.

Þau Gunnar Örn giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau skildu.
Þórða Berg býr í Kópavogi.

I. Fyrrum maður Þórðu Berg er Gunnar Örn Arnarson úr Rvk bílamálari, f. 24. september 1984. Foreldrar hans Örn Jónsson, f. 14. janúar 1944, og Júlíana Signý Gunnarsdóttir, f. 23. ágúst 1947.
Börn þeirra:
1. Sigurjón Tumi Gunnarsson, f. 8. mars 2010.
2. Bergur Nói Gunnarsson, f. 5. júní 2012.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.