Þóranna Jónsdóttir (Ekru)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Þóranna Guðbjörg Jónsdóttir.

Þóranna Guðbjörg Jónsdóttir frá Ekru, húsfreyja í Reykjavík fæddist 4. nóvember 1930 á Ekru og lést 28. janúar 2004 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Guðbjörn Jón Sigbjörnsson skipstjóri frá Ekru, f. 28. mars 1907, fórst með vb. Þuríði formanni 1. mars 1942, og kona hans María Kristjánsdóttir frá Borgargarði í Stöðvarfirði, húsfreyja, f. 8. september 1909, d. 23. desember 2013.

Þóranna var einbirni foreldra sinna. Hún var með foreldrum sínum á Ekru, en faðir hennar drukknaði, er hún var á tólfta árinu.
Hún fluttist með móður sinni til Stöðvarfjarðar og fór síðan til Reykjavíkur, giftist Arnfinni 1951. Þau eignuðust þrjú börn.
Þóranna vann ýmis störf, vann lengst við húshjálp, lærði smurbrauðsiðn.
Þóranna bjó síðast í Flétturima 38. Hún lést 2004.

I. Maður Þórönnu Guðbjargar, (1. desember 1951), var Arnfinnur Ingvar Sigurðsson verslunarstjóri, f. 28. september 1930, d. 8. október 2011. Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson bóndi í Skálanesi í A-Barð., síðar á Akranesi, f. 11. júní 1903, d. 29. júní 1997, og kona hans Kristín Guðbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 26. desember 1900, d. 12. apríl 1992.
Börn þeirra:
1. Sjöfn Arnfinnsdóttir húsfreyja. Hún er B.ed.-kennari frá Háskóla Íslands, auk þess nam hún íslensku og dönsku við sama skóla, var prófarkalesari við Morgunblaðið í 26 ár, f. 4. desember 1952. Sambýlismaður hennar er Guðmundur Hreiðarsson Viborg.
2. Snorri Arnfinnsson strætisvagnastjóri, f. 3. desember 1957. Kona hans er Ósk Gunnarsdóttir.
3. Skúli Arnfinnsson verslunarmaður, f. 21. ágúst 1960. Kona hans er Sólrún Ingimundardóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Afkomendur.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 12. febrúar 2004. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.