Þórarinn Gíslason (Lundi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Þórarinn Gíslason frá Juliushaab verslunarmaður, verslunarstjóri, útgerðarmaður á Lundi fæddist 4. júní 1880 í Juliushaab og lést 12. febrúar 1930.
Foreldrar hans voru Gísli Engilbertsson verslunarstjóri, f. 15. ágúst 1834, d. 8. ágúst 1919, og kona hans Ragnhildur Þórarinsdóttir húsfreyja, f. 19. október 1844 í Eyvindarmúla í Fljótshlíð, d. 12. maí 1925.

Börn Ragnhildar og Gísla í Eyjum voru:
1. Guðfinna Gísladóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 15. júlí 1870, d. 2. ágúst 1854.
2. Katrín Gísladóttir, f. 28. september 1872, d. 21. ágúst 1873.
3. Katrín Gísladóttir húsfreyja á Sunnuhvoli, f. 20. janúar 1875, d. 6. apríl 1962.
4. Engilbert Gíslason málari, listmálari, f. 12. október 1877, d. 7. desember 1971.
5. Þórarinn Gíslason gjaldkeri á Lundi, f. 4. júní 1880, d. 12. febrúar 1930.
6. Elínborg Gísladóttir húsfreyja í Laufási, f. 1. nóvember 1883, d. 5. mars 1974.
Fósturbarn þeirra var
7. Matthildur Ólafsdóttir, f. 27. maí 1897, d. 9. júlí 1918. Foreldrar hennar voru Ólafur Svipmundsson bóndi og kona hans Þorbjörg Pétursdóttir, f. 19. september 1864, d. 18. ágúst 1903.

Þórarinn var með foreldrum sínum í æsku, var það enn 1901.
Þau Matthildur giftu sig 1907, eignuðust sex börn. Þau bjuggu í Görðum hjá tengdaforeldrum Þórarins á giftingarári sínu, voru komin á Lund 1908 og bjuggu þar síðan.
Þórarinn var gjaldkeri hjá Edinborgarverslun 1910, síðan bókhaldari og átti hlut í útgerð. Hann lést 1930.

I. Kona Þórarins, (12. nóvember 1907), var Matthildur Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 31. desember 1887, d. 24. júlí 1960.
Börn þeirra:
1. Ragnhildur Þórarinsdóttir húsfreyja á Hellu á Rangárvöllum, f. 23. október 1908 á Lundi, d. 29. mars 1993.
2. Hlíf Stefanía Þórarinsdóttir húsfreyja, hárgreiðslumeistari, f. 1. október 1911 á Lundi, d. 21. ágúst 1998.
3. Ása Þórarinsdóttir, f. 25. desember 1914 á Lundi, d. 2. mars 1915.
4. Hildur Þóra Þórarinsdóttir húsfreyja, f. 29. maí 1918 á Lundi, d. 17. júní 1975.
5. Theodóra Ása Þórarinsdóttir húsfreyja, matráðskona, f. 24. ágúst 1925 á Lundi, d. 12. september 2015.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.