Þórarinn Guðmundsson (Ásgarði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Þórarinn Guðmundsson.

Þórarinn Guðmundsson frá Ásgarði, deildarstjóri á radíóverkstæði Flugmálastjórnar, fæddist 25. apríl 1929 og lést 24. október 2022.
Foreldrar hans Guðmundur Árnason sjómaður, verkamaður, f. 17. október 1898, d. 27. janúar 1988, og sambúðarkona hans Sigurbjörg Guðmundsdóttir frá Arnarhóli í Landeyjum, húsfreyja, verkakona, f. 8. mars 1904, d. 4. maí 1993.
Hann var að mestu alinn upp af föðursystur sinni Katrínu og manni hennar Árna Árnasyni.

Börn Sigurbjargar og Guðmundar:
1. Þórarinn, f. 25. apríl 1929, d. 24. október 2022.
2. Svanhildur, f. 29. ágúst 1931.
3. Árni, f. 25. mars 1935, d. 24. júlí 2017.
4. Sigurður, f. 24. ágúst 1937.

Þórarinn fæddist í Vestur-Landeyjum en fluttist fljótlega til Vestmannaeyja með foreldrum sínum. Þegar foreldrar hans fluttu nokkru síðar til Reykjavíkur varð hann ásamt systur sinni eftir hjá föðurættinni í Vestmannaeyjum og bjó í húsi fjölskyldunnar Ásgarði þangað til hann flutti sjálfur til Reykjavíkur til að hefja nám. Hóf hann nám í símvirkjun 1948 og var ráðinn til Flugmálastjórnar nokkrum árum síðar. Þar vann hann alla tíð. Hann fór einnig til Oklahoma í BNA 1957 í frekari þjálfun í rafeindavirkjun hjá flugumferðarstofnun þar í landi. Hann varð síðan deildarstjóri radíóverkstæðis Flugmálastjórnar á Reykjavíkurflugvelli frá 1977-1999 þegar hann hætti störfum vegna aldurs.

Þau Kristín giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau skildu.
Þau Hulda giftu sig, eignuðust ekki börn saman, en hún á fjögur börn .

I. Fyrrum kona Þórarins er Kristín Sigfúsdóttir, f. 29. mars 1934, d. 12. janúar 2012. Foreldrar hennar Sigfús Ingvar Kolbeinsson, f. 19. nóvember 1904, d. 23. október 1942, og Rannveig Ásgrímsdóttir, f. 12. apríl 1906, d. 5. mars 1989.
Börn þeirra:
1. Edda Rannveig Þórarinsdóttir, f. 6. desember 1956.
2. Hilmar Þórarinsson, f. 19. apríl 1960, d. 10. maí 2021.
3. Inga Þórarinsdóttir, f. 10. ágúst 1970.

II. Kona Þórarins er Hulda Sóley Petersen, f. 9. október 1941. Móðir hennar Guðný Guðjónsdóttir Petersen, f. 15. nóvember 1907, d. 27. september 1971.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.