Þórey Grímsdóttir Doyle

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Ísleif Þórey Grímsdóttir Doyle.

Ísleif Þórey Grímsdóttir Doyle frá Reynivöllum, húsfreyja fæddist 26. apríl 1926 í Varmadal og lést 31. maí 2011 á Saint Peter´s University Hospital í New Jersey í Bandaríkjunum.
Foreldrar hennar voru Grímur Theodór Grímsson frá Hegranesi í Skagafirði, verkamaður, síðar bústjóri, f. 13. mars 1890 á Þorgeirsbrekku á Höfðaströnd, Skagaf., d. 3. apríl 1964, og kona hans Jónína Guðrún Ísleifsdóttir frá Nýjahúsi, f. þar 19. febrúar 1902, d. 18. júní 1974.

Börn Jónínu og Gríms:
1. Steindór Þórarinn Grímsson bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 31. desember 1924 í Sjávarborg, d. 28. maí 1997. Fyrrum kona hans Erla Guðjónsdóttir. Fyrrum kona hans Ása Guðrún Jónsdóttir.
2. Ísleif Þórey Grímsdóttir Doyle húsfreyja í Bandaríkjunum, f. 26. apríl 1926 í Varmadal, d. 31. maí 2011. Maður hennar Gerry Doyle.
Börn Gríms:
3. Hilmar Hafsteinn Grímsson innheimtugjaldkeri hjá Rafmagnsveitru Reykjavíkur, f. 5. apríl 1913 í Reykjavík, d. 28. ágúst 2001. Kona hans Jóhanna Sigurjónsdóttir.
4. Theódóra Magnea Stella Grímsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 31. janúar 1918 í Reykjavík, d. 24. apríl 2000. Maður hennar Hjálmtýr Guðvarðsson.
5. Ólafur Theodór Grímsson, f. 20. desember 1923, d. 14. maí 2010.

Þórey var með foreldrum sínum í æsku, í Varmadal og á Reynivöllum og fluttist með þeim til Reykjavíkur 1936.
Hún vann m.a. við afgreiðslustörf og önnur almenn verkakvennastörf.
Þau Gerry giftu sig 1949, eignuðust eitt barn. Þau fluttu til Bandaríkjanna 1953, bjuggu í New York, Florida og New Jersey.
Ísleif Þórey lést 2011.

I. Maður Ísleifar Þóreyjar, (5. september 1949), er Gerry Doyle, f. 3. janúar 1929.
Barn þeirra, kjörbarn hans:
1. Theodóra Doyle Connor, f. 17. ágúst 1950 í Reykjavík. Maður hennar Thomas Vincent Connor. Blóðfaðir Theodóru var Paul Sullivan, f. 4. apríl 1925.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.