Þórey Sigurðardóttir (Seljalandi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Þórey Kristín Ólína Sigurðardóttir húsfreyja fæddist 1. desember 1909 á Lambeyri við Tálknafjörð og lést 16. maí 1968 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Sigurður Þorsteinsson verkamaður, fyrrum verslunarþjónn hjá P. J. Thorsteinsson á Bíldudal, f. 8. september 1883 í Fossgerði í Eiðasókn á Héraði, d. 3. júní 1951, og kona hans Þuríður Ólafía Bjarnadóttir húsfreyja, f. 1. nóvember 1885 á Reykhólum í A.-Barð., d. 8. ágúst 1919.

Þórey var með foreldrum sínum í æsku, í Reykjavík 1910.
Þau Sigurður tóku kjörbarn, fluttust til Eyja og bjuggu á Seljalandi við Hásteinsveg 10 1949.
Þau fluttu til Reykjavíkur, bjuggu í Höfðaborg 21.
Þórey lést 1968 í Reykjavík. Sigurður Hafsteinn flutti til Eyja og lést 1975.

I. Barnsfaðir Þóreyjar var Jón Jónsson kaupmaður, bryti á skipum Eimskipafélagsins, f. 29. ágúst 1898 á Stór-Brekkum í Fljótum, Skagaf., d. 20. maí 1943.
Barn þeirra:
1. Soffía Snæfells Jónsdóttir í Svíþjóð, f. 19. janúar 1927 í Svefneyjum á Breiðafirði. Maður hennar Eric Ohlson skrifstofumaður, f. um 1925.

II. Maður Soffíu, (1928, skildu), var Karl Reykdal Matthíasson fiðluleikari í Reykjavík, f. 10. ágúst 1909, d. 10. september 1942. Foreldrar hans voru Matthías Matthíasson skósmiður á Akureyri, matreiðslumaður í Reykjavík, f. 11. ágúst 1870 í Brekku í Garði, Gull., d. í júní 1936, og kona hans Guðfinna Gísladóttir húsfreyja, f. 9. ágúst 1877 í Reykjavík, d. 19. janúar 1927.

III. Maður Þóreyjar, (8. júní 1939, skildu), var Sigurður Hafsteinn Hreinsson frá Stokkseyri, sjómaður, verkamaður, f. 26. júlí 1913 á Stokkseyri, d. 24. febrúar 1975 í Eyjum.
Barn þeirra, kjörbarn:
1. Hafsteinn Már Sigurðsson sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 18. maí 1940 í Reykjavík, d. 30. mars 2007. Kynmóðir Hafsteins var Pálína Þorkelsdóttir, f. 21. júlí 1922, d. 30. mars 2007.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.