Þórunn Jensdóttir (Sólhlíð)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Þórunn Jensdóttir frá Árnagerði í Fljótshlíð, húsfreyja fæddist 1. febrúar 1897 á Torfastöðum þar og lést 24. febrúar 1975.
Foreldrar hennar voru Jens Guðnason bóndi, f. 21. ágúst 1860, d. 9. október 1941, og kona hans Sigrún Sigurðardóttir húsfreyja, f. 15. febrúar 1860, d. 21. júlí 1946.

Þórunn var með foreldrum sínum á Torfastöðum og í Árnagerði, var þar vinnukona 1920.
Hún giftist Tómasi 1924. Þau fluttu til Reykjavíkur og hann fórst með togaranum Fieldmarshal Robertson í Halaveðrinu í febrúar 1925. Þau voru barnlaus.
Hún bjó á Bergstaðastræti 12 í Reykjavík við giftingu þeirra Hreggviðs 1931, á Týsgötu 3 við skírn Tómasar 1936 og Njálsgötu 8B við skírn Eyvindar 1937.
Þau fluttust til Eyja 1938, bjuggu á Kiðjabergi 1938-1939, í Stóra-Gerði 1940, fluttust í Sólhlíð 8 1946 og bjuggu þar, í Hlíð skamma stund, byggðu húsið við Sóleyjargötu 3 með sonum sínum og fjölskyldum, fluttu þangað 1959. Þar bjuggu þau uns þau fluttust til Reykjavíkur 1968.
Þórunn lést 1975 og Hreggviður 1978, bæði grafin í Fljótshlíð.

Þórunn var tvígift.
I. Fyrri maður Þórunnar, (18. júlí 1924 í Fljótshlíð), var Tómas Albertsson frá Skipagerði í V-Landeyjum, f. 24. ágúst 1896, fórst með togaranum Fieldmarshal Robertson á Halamiðum 7. febrúar 1925. Foreldrar hans voru Albert Á. Eyvindsson bóndi, oddviti, f. 18. ágúst 1865, d. 16. júlí 1930, og kona hans Salvör Tómasdóttir húsfreyja, f. 16. júlí 1870, d. 7. apríl 1961.
Þau voru barnlaus.

II. Síðari maður Þórunnar, (4. júlí 1931 í Reykjavík), var Guðjón Hreggviður Jónsson bifvélavirkjameistari frá Hlíð, f. 11. ágúst 1909, d. 22. desember 1978.
Börn þeirra:
1. Tómas Hreggviðsson bifvélavirki, f. 24. febrúar 1935, d. 5. júní 2006, ókvæntur.
2. Eyvindur Hreggviðsson bifvélavirki, f. 20. ágúst 1936 í Reykjavík. Kona hans Þóra Þórðardóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.