Þórunn Kristjánsdóttir (Brattlandi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Þórunn Sólveig Kristjánsdóttir.

Þórunn Sólveig Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðingur fæddist 9. desember 1922 á Akri og lést 27. desember 2009 á Hrafnistu í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Kristján Sigurðsson verkamaður, síðar á Brattlandi, f. 24. júlí 1885, d. 25. september 1966, og kona hans Oktavía Hróbjartsdóttir húsfreyja, f. 31. maí 1890, d. 20. desember 1977.

Systir Þórunnar var Sigurbjört Kristjánsdóttir húsfreyja á Eyrarbakka, f. 2. nóvember 1915, d. 23. október 2007.

Þórunn var með foreldrum sínum í æsku. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum 1939, prófi frá Hjúkrunarskóla Íslands 1946. Hún stundaði framhaldsnám í skurðstofuhjúkrun við Landspítalann 1947, nám í geðveikrahjúkrun við Kleppsspítalann 1947, nám í heilsuvernd við Statens svenska sjuksköterske- och hälsosysterskola í Helsingfors 1952.
Þórunn var hjúkrunarfræðingur við lyfjadeild Landspítalans 1946-1947, Sjúkrahús Vestmannaeyja 1947-1950, lyflæknisdeild Landspítala 1950, starfaði í Finnlandi 1951-1952, í Stokkhólmi 1952-1953, við lyfjadeild Landspítalans 1953-1954, í Kaupmannahöfn 1959-11960 og starfaði við afleysingar öðru hverju frá 1962 í nokkur ár.
Hún lauk framhaldsnámi í geðhjúkrun við National Health Service á Bretlandi 1977 og var hjúkrunarfræðingur við geðdeild Landspítalans frá 1. maí 1977.
Þau Björn giftu sig 1954 og eignuðust tvö börn.

I. Maður Þórunnar Sólveigar, (1. maí 1954), var Björn Júlíusson barnalæknir, f. 1. október 1921, d. 6. mars 1995.
Börn þeirra:
1. Júlíus Kristján Björnsson sálfræðingur, f. 5. september 1954 í Vestmannaeyjum. Kona hans er Elín G. Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 9. febrúar 1954.
2. Sigurveig Björnsdóttir húsfreyja, leikskólakennari, f. 28. september 1966. Maður hennar er Jón Einar Haraldsson kennari, f. 31. mars 1953.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.