Þorgerður Sigurðardóttir (Skipholti)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Þorgerður Sigurðardóttir húsfreyja í Skipholti fæddist 30. október 1882 á Ljótarstöðum í Skaftártungu og lést 3. desember 1960.
Foreldrar hennar voru Sigurður Sigurðsson bóndi á Ljótarstöðum, f. 19. október 1848 á Ljótarstöðum, d. 5. febrúar 1905, og kona hans Þórunn Hjálmarsdóttir húsfreyja, f. 10. ágúst 1853 á Ketilsstöðum í Mýrdal, d. 5. júní 1938 í Skammadal þar.

I. Systkini Þorgerðar í Eyjum voru:
1. Kristján Sigurðsson verkamaður, skósmiður á Brattland.
2. Katrín Sigurðardóttir vinnuhjú í Dölum 1910, síðar húsfreyja í Bolungarvík.
3. Ársæll Sigurðsson kennari í Eyjum og Reykjavík.

II. Systkini Þórunnar móður Þorgerðar í Eyjum voru:
1. Þorgerður Þórdís Hjálmarsdóttir húsfreyja í Dölum, f. 4. júní 1855 á Ketilsstöðum, d. 2. mars 1939 í Eyjum, kona Jóns Gunnsteinssonar bónda.
2. Eiríkur Hjálmarsson kennari á Vegamótum, maður Sigurbjargar Rannveigar Pétursdóttur húsfreyju, fæddur 11. ágúst 1856 á Ketilsstöðum, d. 5. apríl 1931 í Eyjum.

Hálfsystkini Þórunnar í Eyjum, samfeðra, voru:
3. Hjálmrún Hjálmarsdóttir vinnukona, síðar ráðskona í Reykjavík, f. 16. mars 1878, d. 9. mars 1950. Sambýlismaður hennar var Sigurður Sigmundsson frá Kotströnd í Ölfusi, verkamaður í Reykjavík.
4. Guðrún Hjálmarsdóttir húsfreyja á Akri, f. 12. apríl 1879 á Efri-Rotum, d. 23. september 1928 í Eyjum, kona Guðmundar Þórðarsonar vélstjóra og útgerðarmanns.
5. Helgi Hjálmarsson, – að Hamri, f. 13. október 1880 á Efri-Rotum, d. 6. apríl 1876. Konur hans voru Guðbjörg Vigdís Guðmundsdóttir húsfreyja og Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja.
6. Sigurbjörg Hjálmarsdóttir húsfreyja í Oddhól, f. 6. september 1884 á Efri-Rotum, d. 15. ágúst 1937, kona Ólafs Guðmundssonar verkamanns.

Þorgerður fluttist til Eyja 1909 frá Reykjavík.
Hún starfaði við „tóvinnu“ á Lágafelli 1910 ásamt móður sinni.
Þorgerður fór vinnukona að Læk í Flóa 1814, kom aftur 1916.
Þær mæðgur voru í Byggðarholti 1920.
Hún bjó með Sigurjóni og Sigurði Elísi í Arnarnesi á Brekastíg 36, við manntal 1920, en þau voru í Skipholti 1930 með barninu Sigurði Elísi.
Þau fluttust til Þórshafnar á Langanesi.
Sigurjón lést 1942, en Þorgerður lést á Elliheimilinu í Skálholti 1960.

I. Barnsfaðir Þorgerðar, síðar sambýlismaður, var Sigurjón Sigurðsson sjómaður, þá í Arnarnesi, síðar í Skipholti, f. 9. ágúst 1884, d. 4. september 1942.
Barn þeirra var
1. Sigurður Elís Sigurjónsson, f. 3. september 1924 á Bólstað, d. 20. apríl 2004.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.