Þormóður Stefánsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Þormóður Stefánsson.

Þormóður Stefánsson sjómaður, bifreiðastjóri fæddist 9. ágúst 1927 á Siglufirði og lést 27. júní 2002.
Foreldrar hans voru Stefán Jónsson, f. 3. ágúst 1885 í Nesi í Flókadal, Skag., d. 21. maí 1965, og Soffía Jónsdóttir húsfreyja, f. 24. júlí 1892 á Máná á Tjörnesi, d. 26. júní 1986.

Þormóður var með foreldrum sínum í æsku, lauk skyldunámi á Siglufirði og gagnfræðanámi í Reykholti í Borgarfirði.
Hann stundaði bifreiðaakstur og fleira, fluttist til Eyja haustið 1951 og gerðist sjómaður, öðlaðist vélstjóraréttindi og var vélstjóri. Hann var bifreiðastjóri hjá Skeljungi frá um 1962-1963.
Þau Sigurbjög Ásta giftu sig 1952, bjuggu á Reyni, Bárustíg 5 við fæðingu Bjarna 1952, á Kirkjubæjarbraut 7 við fæðingu Stefáns 1957. Þau fluttu sig á Urðaveg 52 haustið 1962 og bjuggu þar uns þau fluttu til Reykjavíkur 1969. Þar var Þormóður bifreiðastjóri hjá Skeljungi og stundaði til starfsloka 1997.
Þormóður lést 2002.

I. Kona Þormóðs, (1. júní 1952), var Sigurbjög Ásta Jónsdóttir húsfreyja, f. 1. nóvember 1926, d. 21. október 2022.
Börn þeirra:
1. Bjarni Þormóðsson kennari, húsamálari, f. 10. febrúar 1952 á Reyni.
2. Stefán Þormóðsson kerfisfræðingur, f. 15. september 1957 á Kirkjubæjarbraut 7.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.