Þorsteinn Óskar Guðbrandsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Þorsteinn Óskar Guðbrandsson frá Stíghúsi á Stokkseyri, verkamaður fæddist 26. október 1914 í Gíslakoti í Ásahreppi, Rang. og lést 13. mars 1982.
Foreldrar hans voru Guðbrandur Kristinn Þorsteinsson bóndi í Vallarhjáleigu í Gaulverjabæjarhreppi 1920, f. 13. september 1884 í Götu í Holtum, Rang., d. 13. nóvember 1948, og kona hans Valborg Bjarnadóttir húsfreyja, f. 28. mars 1889 í Hólsbæ á Stokkseyri, d. 10. nóvember 1974.

Þorsteinn var með foreldrum sínum í æsku.
Hann var verkamaður, síðar verkstjóri.
Þau Jórunn eignuðust barn 1940 á Stokkseyri.
Hann flutti til Eyja, eignaðist barn með Sigurbjörtu 1945. Þau bjuggu á Brattlandi við Faxastíg 19.
Þau fluttu til Stokkseyrar, bjuggu síðast í Móakoti þar.
Þorsteinn Óskar lést 1982.
Sigurbjört bjó síðast við Eyrargötu 26 á Selfossi.
Hún lést 2007.

I. Barnsmóðir Þorsteins Óskars var Jórunn Andrésdóttir, f. 16. nóvember 1916, d. 6. ágúst 2011.
Barn þeirra:
1. Ester Þorsteinsdóttir, f. 28. september 1940 í Hellukoti á Stokkseyri. Maður hennar Ingimundur Erlendsson, látinn.

II. Kona Þorsteins Óskars var Sigurbjört Kristjánsdóttir frá Brattlandi, húsfreyja, f. 20. nóvember 1915, d. 23. október 2007.
Barn þeirra:
2. Borgar Þorsteinsson sjómaður, verkamaður, f. 2. febrúar 1943, d. 12. nóvember 2010. Fyrrum kona hans Elín Ingólfsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi. Guðni Jónsson. Stokkseyringafélagið í Reykjavík 1952.
  • Holtamannabók II – Ásahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Ásahreppur 2007.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.