Þorsteinn Pétursson (Dölum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Þorsteinn Pétursson smiður í Dölum fæddist 17. júní 1850 á Vatnsskarðshólum í Mýrdal og lést 22. júní 1934 í Spanish Fork.
Foreldrar hans voru Pétur Erlendsson bóndi á Vatnsskarðshólum, f. 11. júlí 1817 á Syðra-Hvoli þar, d. 3. júní 1866 á Vatnsskarðshólum, og kona hans Guðríður Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 27. ágúst 1823 á Ketilsstöðum í Mýrdal, d. 27. júní 1910 á Rauðhálsi þar.

Þorsteinn var með foreldrum sínum á Vatnsskarðshólum til 1860, var fósturbarn á Ytri-Sólheimum þar 1860-1861, með foreldrum sínum á Vatnsskarðshólum 1861-1868, léttadrengur á Ytri-Sólheimum 1868-1869.
Hann fluttist frá Ytri-Sólheimum að Litlabæ 1869 og var vinnumaður þar á því ári, í Norðurgarði 1870-1877, í Elínarhúsi 1878-1880, í Jónshúsi 1881 og þar var Ástrós vinnukona.
Hann var húsmaður í Dölum 1882 með bústýruna Ástrósu.
Þau giftu sig 1883.
Ástrós ól Ástrós 1884, en lést 12 dögum síðar.
Þorsteinn var í Dölum 1884 með Ástrós dóttur sína og Elínu Pétursdóttur vinnukonu, systur sína.
1885 var Sigríður Eiríksdóttir bústýra hjá honum og þar voru börnin Ástrós - og Jónína, barn þeirra.
Þau Sigríður giftu sig 1886, eignuðust Dómhildi 1887 og fluttust til Utah á því ári með dæturnar. Dómhildur dó í New York.
Þau bjuggu í fyrstu í Springville í Utah-héraði í Utah, en fluttust til Spanish Fork þar sem Þorsteinn vann við járnsmíðar. Þau eignuðust tvö börn í Utah og ólu upp 4 munaðarlaus börn.

Þorsteinn var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans, (18. október 1883), var Ástrós Sigurðardóttir, f. 1861, d. 16. ágúst 1884 „eftir barnsfæðingu“.
Barn þeirra var
1. Ástrós Þorsteinsdóttir, f. 4. ágúst 1884, d. 1911. Hún fór til Utah með föður sínum og stjúpu 1887, nefndist Mrs. William C. Boyd.

II. Síðari kona Þorsteins, (23. maí 1886), var Sigríður Eiríksdóttir, áður bústýra hans.
Börn þeirra hér:
2. Jónína Þorsteinsdóttir, f. 26. nóvember 1885.
3. Dómhildur Þorsteinsdóttir, f. 2. júní 1887. Hún lést í New York á leiðinni til Utah.
4 og fimm. Tvö börn fædd í Utah.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • The Icelanders in Utah. La Nora Allsted.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.