Adolf Guðni Jónsson
Adolf Guðni Jónsson garðyrkjumaður í Hveragerði fæddist 11. október 1918 og lést 20. mars 2018.
Foreldrar hans Jón Ásbjörn Jónsson sjómaður, útgerðarmaður, skipstjóri, netagerðarmaður, f. 30. september 1892, d. 18. júní 1956, og Jónheiður Guðbrandsdóttir húsfreyja, f. 15. febrúar 1893, d. 8. júlí 1996.
Börn Jónheiðar og Jóns:
1. Holberg Jónsson skipstjóri, netagerðarmaður, f. 17. nóvember 1913, d. 16. janúar 1970. Kona hans Guðríður Amalía Magnúsdóttir.
2. Adolf Guðni Jónsson garðyrkjumaður í Hveragerði og Danmörku, f. 11. október 1918, d. 20. mars 2018. Kona hans Gurli Jónsson.
3. Guðbrandur Reykdal Jónsson netagerðarmeistari, f. 11. október 1918, d. 23. september 2010. Kona hans Sesselja Fanný Guðmundsdóttir.
4. Esther Jónsdóttir húsfreyja, handavinnukennari, forstöðukona, f. 25. október 1930. Maður hennar Theodór Guðjónsson frá Gvendarhúsi, skólastjóri.
5. Kristrún Jónsdóttir fóstra, f. 5. mars 1933.
Þau Gurli giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu ýmist í Hveragerði eða Danmörku.
I. Kona Adolfs Gurli Jónsson af dönskum ættum.
Börn þeirra:
1. Heiður Adolfsdóttir, f. 28. desember 1946, d. 4. janúar 2022.
2. Villý Adolfsson, f. 29. febrúar 1952, d. 22. maí 2022.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Jónheiður.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.