Agnar Ármannsson (Björk)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Eyjólfur Agnar Ármannsson.

Eyjólfur Agnar Ármannsson frá Björk við Vestmannabraut 47, rakari, sölumaður fæddist þar 16. apríl 1942 og lést 29. nóvember 2018 á hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Ármann Friðriksson frá Látrum við Vestmannabraut 44, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 21. nóvember 1914, d. 11. nóvember 1989, og kona hans Ragnhildur Eyjólfsdóttir frá Görðum við Vestmannabraut 32, húsfreyja, f. 13. október 1917, d. 3. maí 1984.

Börn þeirra:
1. Helga Ármannsdóttir húsfreyja, grafiklistamaður, f. 18. nóvember 1940 í Björk, d. 7. júní 2018. Maður hennar Sigurður I. Ólafsson.
2. Eyjólfur Agnar Ármannsson rakari, sölumaður, f. 16. apríl 1942 í Björk, d. 29. nóvember 2018. Kona hans Ólafía Ásthildur Sveinsdóttir.
3. Ármann Ármannsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 2. mars 1949 í Reykjavík, d. 16. apríl 2017. Barnsmóðir hans Bjargey Elíasdóttir. Kona hans Lára Friðbertsdóttir.

Agnar var með foreldrum sínum í æsku, í Björk og flutti með þeim til Reykjavíkur 1944.
Hann lauk prófi í rakaraiðn í Iðnskólanum í Reykjavík.
Agnar vann ýmis störf með námi, var nokkur sumur og vetur vinnumaður á Skarði í Landsveit.
Hann rak rakarastofu í Hótel Sögu frá 5. desember 1964 um árabil, stofnaði hárgreiðslustofuna Hár 1992 og rak hana til ársins 2001. Að auki vann hann verslunarstörf og var sölumaður.
Þau Ólafía giftu sig 1966, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu síðast á Sléttuvegi 17 í Reykjavík.
Agnar lést 2018.

I. Kona Agnars, (28. maí 1966), er Ólafía Ásthildur Sveinsdóttir húsfreyja, f. 30. október 1942. Foreldrar hennar voru Sveinn Björnsson stórkaupmaður, f. 9. júlí 1917, d. 7. apríl 1996, og Kristín Ingvarsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 8. október 1918, d. 31. maí 2012.
Börn þeirra:
1. Hildur Agnarsdóttir, f. 8. október 1966. Maður hennar Skarphéðinn Karl Erlingsson.
2. Helga Agnarsdóttir, f. 19. maí 1971.
3. Ármann Agnarsson, f. 26. apríl 1974. Kona hans Ingibjörg Gunnþórsdóttir.
4. Heiða Agnarsdóttir, f. 22. desember 1975.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.