Agnes Sigurðsson (Merkisteini)

From Heimaslóð
(Redirected from Agnes Sigurðsson)
Jump to navigation Jump to search
Agnes Sigurðsson.

Agnes Sigurðsson, fædd Berger, húsfreyja, hjúkrunarfræðingur í Merkisteini, síðast í Reykjavík fæddist 7. júlí 1901 í Noregi og lést 29. desember 1993.
Foreldrar hennar voru Alfred Berger bóndi í Frogn við Óslófjörð, f. 18. október 1872, d. 19. september 1952, og kona hans Kaspara Kristjansen húsfreyja, f. 7. maí 1872, d. 4. janúar 1957.

Agnes lauk hjúkrunarnámi við Tönsberg Fylkesykehus í Noregi, lærði síðar nudd og sjúkraþjálfun við Skodsborg Badesanatorium í Danmörku og starfaði þar um skeið.
Hún fluttist til Íslands og vann á nuddstofu Steinunnar Guðmundsdóttur í Reykjavík.
Þau Ingi giftu sig 1932, bjuggu í Merkisteini og eignuðust tvær dætur.
Í Eyjum vann hún ýmis hjúkrunarstörf, við Barnaskólann, Heilsuverndarstöð Vestmannaeyja, við heimahjúkrun o.fl. Hún sat í stjórn Rauða kross Vestmannaeyja og Krabbameinsfélags Vestmannaeyja.
Þau Ingi fluttust til Reykjavíkur og bjuggu síðast á Dalbraut 27.
Agnes lést 1993 og Ingi 1998.

I. Maður Agnesar, (2. október 1932), var Ingi Sigurðsson húsasmíðameistari í Merkisteini, f. 9. júní 1900 í Káragerði í V-Landeyjum, d. 30. janúar 1998.
Börn Agnesar og Inga:
1. Inger A. Sigurðsson Smith húsfreyja, f. 23. nóvember 1933 í Merkisteini. Hún býr í Frogn í Noregi.
2. Dagný Ástríður Ingadóttir Burke fædd Sigurðsson, f. 21. september 1937 í Merkisteini. Hún býr í Bandaríkjunum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.