Inger A. Sigurðsson Smith

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Inger A. Sigurðsson Smith frá Merkisteini, húsfreyja í Frogn við Óslófjörð í Noregi fæddist 23. nóvember 1933 í Merkisteini.
Foreldrar hennar voru Ingi Sigurðsson húsasmíðameistari, f. 9. júní 1900, d. 30. janúar 1998, og kona hans Agnes Sigurðsson, fædd Berger, húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 7. júlí 1901, d. 29. desember 1993.

Börn Agnesar og Inga:
1. Inger A. Sigurðsson Smith, f. 23. nóvember 1933 í Merkisteini.
2. Dagný Ástríður Ingadóttir Burke fædd Sigurðsson, f. 21. september 1937 í Merkisteini.

Inger var með foreldrum sínum í æsku, var með þeim í Merkisteini 1949.
Hún fluttist til Noregs, giftist Per Smith, býr í Frogn, eignaðist fjögur börn.

I. Maður Inger var Per Smith verkfræðingur, f. 1932, d. 1997.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.