Andrés Haukur Friðriksson
Andrés Haukur Friðriksson vélstjóri, síðar í Grindavík fæddist 29. apríl 1954 og lést 14. september 1991.
Foreldrar hans voru Sesselja Andrésdóttir húsfreyja, f. 3. september 1931, d. 19. desember 1993, og maður hennar Friðrik Jón Garðarsson sjómaður, síðar kaupmaður í Hfirði, f. 21. mars 1931, d. 4. ágúst 1982.
Þau Helga Sigurborg hófu sambúð, eignuðust tvö börn og Helga eignaðist eitt barn áður. Þau bjuggu í Grindavík.
I. Sambúðarkona Andrésar Hauks er Helga Sigurborg Pétursdóttir húsfreyja, fiskverkakona, f. 18. ágúst 1951.
Börn þeirra:
1. Sesselja Andrésdóttir, f. 17. maí 1977.
2. Jóhanna Sigrún Andrésdóttir, f. 21. mars 1989.
Barn Helgu og fósturbarn Andrésar Hauks:
3. Guðrún Halla Jónsdóttir, f. 15. febrúar 1973.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Sesselja yngri.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.