Anna Þóra Einarsdóttir (kennari)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Anna Þóra Einarsdóttir.

Anna Þóra Einarsdóttir kennari fæddist 3. desember 1948 í Ey í V.-Landeyjum.
Foreldrar hennar voru Einar Guðbjörn Gunnarsson málari í Reykjavík, f. 20. júlí 1922 á Akurseli í Öxarfirði, d. 31. mars 2002, og kona hans Kristín Helgadóttir húsfreyja, f. 19. maí 1918, d. 3. nóvember 2019.

Anna lauk landsprófi í Gagnfræðaskólanum á Selfossi 1964, kennaraprófi 1969. Hún nam við Snöghöj Folkehögskole á Jótlandi 1971-1972, lauk síðar M.Ed.-prófi í sérkennslufræðum í Kennaraháskólanum.
Anna Þóra var kennari í Heiðarskóla í Borgarfirði 1969-1971 og 1972-1974, í Barnaskólanum í Eyjum 1974-1983, Barnaskólanum á Selfossi 1983-2003, kenndi í Fjölbrautarskóla Suðurlands 2003-2014.
Þau Halldór Ingi giftu sig 1974, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Sólheimatungu við Brekastíg 14 um eins árs skeið, þá á Ásbrún við Hásteinsveg 4, síðan í Lambhaga á Selfossi.

I. Maður Önnu Þóru, (1. júní 1974), er Halldór Ingi Guðmundsson frá Hákonarhúsi við Kirkjuveg 88, rafvirkjameistari, f. 14. október 1946.
Börn þeirra:
1. Helgi Kristinn Halldórsson viðskiptafræðingur, matsveinn. Hann er auglýsingastjóri, f. 1. apríl 1975. Kona hans er Lóa Björk Jóelsdóttir.
2. Guðmundur Einar Halldórsson leiðsögumaður, bílaförðunarfræðingur, f. 7. ágúst 1979. Sambúðarkona hans er Selma W. Friðriksdóttir.
3. Kristín Hrefna Halldórsdóttir stjórnmálafræðingur, MBA, teymisstjóri, f. 16. júlí 1984. Fyrrum maður hennar Borgar Þór Einarsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Anna.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.