Auðbjörg Bjarnadóttir (Sjólyst)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Auðbjörg Bjarnadóttir húsfreyja í Sjólyst, síðar í Utah, fæddist 19. júní 1842 á Löndum, Gull. og lést 15. janúar 1921 í Utah.
Foreldrar hennar voru Bjarni Bjarnason bóndi, f. í maí 1801 í Gerðakoti í Hvalneshreppi, d. 29. mars 1856, og síðari kona hans Helga Þórðardóttir húsfreyja, f. 21. janúar 1821 í Hólkoti, d. 25. mars 1863 í Útskálasókn.

Auðbjörg var með foreldrum sínum á Kolbeinsstöðum í Útskálasókn 1845 og enn 1855.
Hún var vinnukona í Sandgerði í Hvalsnessókn 1860, í Jónshúsi í Útskálasókn 1870.
Hún fluttist frá Keflavík til Eyja 1872 með Helga Guðmund 3 ára með sér. Hún var nýgift í Stakkagerði í lok þess árs.
Þau voru komin í Sjólyst 1873 og bjuggu þar síðan. Síðari börn þeirra 4 fæddust í Sjólyst.
Fjölskyldan var skírð til Mormónatrúar 14. apríl 1881 og fluttist til Utah 1882. Þar lést Guðmundur skömmu eftir komuna.

Auðbjörg var tvígift.
I. Fyrri maður hennar var Guðmundur Einarsson skipherra í Sjólyst, f. 31. október 1848, d. 23. ágúst 1882.
Börn þeirra hér
1. Helgi Guðmundur Guðmundsson járnbrautarstarfsmaður í Spanish Fork, f. 20. ágúst 1869, d. 8. apríl 1937.
2. Bjarni Guðmundsson, f. 9. júlí 1873, fór til Vesturheims, d. 11. júlí 1896.
3. Einar Guðmundsson, f. 23. apríl 1876, fór til Vesturheims, d. 17. febrúar 1926.
4. Sarah Sigríður Ingibjörg Guðmundsdóttir Albertson, f. 17. janúar 1878, fór til Vesturheims, d. 19. ágúst 1966.
5. Autna Árni Guðmundsson, f. 16. ágúst 1880, fór til Vesturheims, d. 7. febrúar 1923.

II. Síðari maður Auðbjargar, (11. júní 1887), var Hjálmar Björnsson skósmiður í Utah, f. 5. febrúar 1844, d. 1910.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Prestþjónustubækur.
  • Utah Icelandic Settlement, vefrit.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.