Auður Ingvarsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Auður Ingvarsdóttir.

Auður Ingvarsdóttir húsfreyja, innheimtustjóri, verslunarmaður fæddist 6. apríl 1953 ogt lést 17. mars 2025.
Foreldrar hennar Ingvar Aðalsteinn Jóhannsson, f. 26. mars 1931 í Rvk, d. 18. mars 2002, og Sigríður Halla Einarsdóttir hárgreiðslumeistari, f. 9. október 1932 í Rvk.

Fyrstu fjögur ár ævi sinnar var Auður búsett í Reykjavík, en 1957 fluttist fjölskyldan til Njarðvíkur þar sem Auður sleit barnsskónum. Hún gekk í Barnaskóla Njarðvíkur, var veturlangt í Hlíðardalsskóla og varð gagnfræðingur frá Gagnfræðaskóla Keflavíkur. Auður fór jafnframt í Verslunarskóla Íslands þaðan sem hún lauk verslunarprófi.
Hún lærði flug, hárgreiðslu, leiðsögn, skapandi skrif, myndlist og ótal margt fleira. Hún æfði handbolta og keppti með sterku liði UMFN og þjálfaði yngri flokk stúlkna. Auður var skáti, var sjálfboðaliði í heimsóknarþjónustu Rauða kross Íslands, var einn af stofnendum Lionessuklúbbsins Æsur, var í MS-félagi Íslands o.fl. Meðan starfskraftanna naut vann hún fjölbreytt störf eins og hjá versluninni Kyndli í Keflavík, í Stapanum, hjá Varnarliðinu, var innheimtustjóri hjá Njarðvíkurbæ og starfaði um tíma í verslun í Vestmannaeyjum.

Þau Jón giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau skildu.
Þau Snorri giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu við Ásaveg 22.

I. Fyrrum maður Auðar er Jón Eyfjörð Eiríksson, f. 4. maí 1948. Foreldrar hans Eiríkur Eyfjörð Þórarinsson, f. 30. mars 1929, d. 27. febrúar 2016, og Steinunn Jónsdóttir, f. 31. október 1927, d. 3. september 2007.
Börn þeirra:
1. Ingvar Eyfjörð, f. 19. júlí 1973.
2. Örn Eyfjörð, f. 8. nóvember 1977.

II. Maður Auðar er Aðalberg Snorrri Gestsson, f. 25. júní 1943. Foreldrar hans Guðrún Jónína Sigurpálsdóttir, f. 27. febrúar 1919, d. 16. október 2014, og Gestur Sigurðsson, f. 18. desember 1918, d. 27. október 2007.
Barn þeirra:
3. Einar Snorrason, f. 16. nóvember 1987.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.