Barbara Dagmar Wdowiak

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Barbara Dagmar Björnsdóttir Wdowiak húsfreyja, skrifstofumaður í Sparisjóði Vestmannaeyja og hjá Bergi-Hugin fæddist 11. júlí 1950 í Bandaríkjunum.
Foreldrar hennar Sólveig María Björnsdóttir húsfreyja, verslunarrekandi hjá Heilsuhæli Náttúrulækningafélagssins í Hveragerði, f. 9. desember 1927, d. 26. mars 2013, og Maryan Duke Wdowiak, f. 10. desember 1924, d. 1. september 1980.

Þau Einar Pálmi giftu sig, eignuðust þrjú börn og Einar átti eitt barn áður. Þau bjuggu í Eyjum 1974-1986, þá í Rvk og síðan í Garðabæ.

I. Maður Barböru er Einar Pálmi Jóhannsson rafvirkjameistari, f. 6. maí 1950.
Börn þeirra:
1. Jóhanna María Einarsdóttir, f. 29. maí 1968.
2. Díanna Þyrí Einarsdóttir, f. 4. janúar 1971.
3. Einar Pálmi Einarsson, f. 21. nóvember 1980.
Barn Pálma:
4. Hjalti Pálmason, f. 12. desember 1966, d. 14. janúar 1986.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.