Benedikt Einarsson (Suður-Hvammi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Benedikt Einarsson frá Suður-Hvammi í Mýrdal, vinnumaður, tómthúsmaður, afgreiðslumaður, verslunarstjóri fæddist þar 6. janúar 1893 og lést 26. ágúst 1970.
Foreldrar hans voru Einar Þorsteinsson vinnumaður, f. 5. janúar 1862, d. 25. apríl 1893, og kona hans Ingveldur Eiríksdóttir húsfreyja, f. 30. ágúst 1866, d. 26. desember 1918.

Benedikt var með móður sinni og stjúpa í Suður-Hvammi til 1901, á Kaldrananesi í Mýrdal 1901-1903, í Fjósum þar 1903-1904, í Stóra-Dal þar 1904-1906, í Neðri-Dal þar 1906-1909. Hann var vinnumaður í Holti í Mýrdal 1910-1912, í Norður-Hvammi þar 1912-1913.
Hann fór til Eyja 1913, var húsmaður í Norðurgarði í Mýrdal 1914-1915, fór aftur til Eyja, leigði á Hól. Hann var tómthúsmaður í Vík í Mýrdal 1919-1934.
Benedikt flutti til Rvk 1934, var afgreiðslumaður, síðar verslunarstjóri þar.
Hann eignaðist barn með Jónínu 1912.
Þau Vilborg giftu sig 1915, eignuðust fjögur börn. Þau leigðu á Hól 1916.
Benedikt lést 1970 og Vilborg 1982.

I. Barnsmóðir Benedikts var Jónína Guðmundsdóttir frá Ölversholtshjáleigu í Marteinstungusókn, Rang., f. 20. febrúar 1886, d. 18. febrúar 1959.
Barn þeirra:
1. Þórunn Ólöf Benediktsdóttir, húsfreyja, síðar verkakona, f. 24. júní 1912, d. 28. maí 1964. Fyrrum sambúðarmaður hennar Steindór Jónsson.

II. Kona Benedikts, (30. júlí 1915), var Vilborg Oddsdóttir húsfreyja, f. 24. september 1890, d. 23. febrúar 1982.
Börn þeirra:
2. Einar Kristinn Benediktsson verslunarmaður, f. 14. júní 1916 á Hól, d. 13. janúar 1957.
3. Ingvaldur Benediktsson klæðskeri, bryti, f. 17. nóvember 1918, d. 24. janúar 1999.
4. Guðjón Halldór Benediktsson, f. 3. desember 1920, d. 2. janúar 1975.
5. Sigurbjörg Benediktsdóttir, f. 14. september 1924, d. 5. febrúar 2012.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.