Berg

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Húsið Berg stóð upphaflega við Bárustíg 4. Húsið Berg byggðu Jónína Ástgeirsdóttir frá Litlabæ, fædd 4.júlí 1884, dáin 8.mars 1917, af barnsförum, barnlaus, og Sigurjón Jónsson frá Moldnúpi V-Eyjafjöllum, fæddur 15.apríl, 1884, drukknaði 9.október 1909. Þau bjuggu í því þegar 1908. Það var fært seint á sjötta áratugnum að Vesturvegi 23b.

Hilmar Sigurbjörnsson, Himmi Ninon, átti húsið frá því að það var flutt. Þar bjó hann ásamt konu sinni, Jónínu Ingibergsdóttur, og fjórum börnum; Sigurbirni, Kristjáni, Katrínu og Árna. Jónína seldi Viðari Sigurbjörnsyni frá Akureyri húsið árið 2005.

Helstu atriði í eigenda- og íbúasögu



Heimildir

  • Bárustígur. Verkefni unnið af þátttakendum á námskeiðinu Húsin í götunni. Vestmannaeyjar, 2004.
  • Vesturvegur. Verkefni unnið af þátttakendum á námskeiðinu Húsin í götunni. Vestmannaeyjar, 2004.