Benedikt Snorri Sigurbergsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Benedikt

Benedikt Snorri Sigurbergsson fæddist 25. nóvember 1930 og lést 17. ágúst 2002.

Kona hans var Hanna Kristín Brynjólfsdóttir. Þau bjuggu á Bergi. Börn þeirra voru:

  1. Fjóla Brynlaug 21. júlí 1951 fædd á Skildingarvegi 8, Vestmanneyjum
  2. Freyja Bergþóra 28. júní 1953 fædd á Bergi, Vestmanneyjum
  3. Guðjón Örn 10. sept 1954 Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum
  4. Elías Valur 10. jan 1958 Langeyrarveg 16, Hafnarfirði
  5. Birna Sigurbjörg 8. júní 1960 á Þingvöllum, Vestmanneyjum
  6. Sigurberg Logi 24. okt 1965 fæðingardeild Sólvangs í Hafnarfirði.


Benedikt lauk barnaskóla í Vestmannaeyjum 1943, Iðnskólanum í Vestmanneyjum 1953 og sveinsprófi í vélvirkjun í Vélsmiðju Magna hf. 1954. Hann lauk vélstjóraprófi í Vélskólanum í Reykjavík 1955 og rafmagnsdeild 1956. Hann var næstu árin vélstjóri á ýmsum togurum og bátum, yfirvélstjóri í Hraðfrystistöð Vestmannaeyja um 5 ára skeið, einnig vélstjóri á dýpkunarskipinu Gretti. Hann var 1. vélstjóri á Vigra RE 71 hjá Ögurvík hf. 1975-78 og 1. og 2. vélstjóri á ýmsum skipum Skipadeildar Sambandsins (SÍS) 1979-82. 1. vélstjóri á Ögra RE 72 hjá Ögurvík hf. 1982-91, er hann lauk starfsævi sinni.

Benedikt og Hanna fluttust til Svíþjóðar og bjuggu þar frá 1991-98 en fluttust þá heim aftur og bjuggu í Efstahjalla 17 í Kópavogi.

Myndir



Heimildir

  • Minningargreinar í Morgunblaðinu, 25. ágúst 2002.