Berghildur Oddný Guðbrandsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Berghildur Oddný Guðbrandsdóttir.

Berghildur Oddný Guðbrandsdóttir fæddist 3. mars 1904 í Neskoti á Ólafsfirði. Hún dó 10. október 1998 á Höfn í Hornafirði, 94 ára, og hafði eftir gosið lengst átt heima þar. Hennar var getið í ársritinu Skaftfellingur 1999, bls. 126-127.

Frekari umfjöllun

Berghildur Oddný Guðbrandsdóttir húsfreyja fæddist 3. mars 1904 í Neskoti í Ólafsfirði og lést 10. október 1998 á Höfn í Hornafirði.
Foreldrar hennar voru Guðbrandur Randver Bergsson bóndi, síðar verkamaður í Reykjavík, f. 22. júní 1874, d. 13. júlí 1936, og kona hans Halldóra Jónsdóttir húsfreyja, f. 5. maí 1872, d. 8. júlí 1939.

Berghildur var með fjölskyldu sinni í æsku, á Lækjarbakka í Ólafsfirði 1910, var barnfóstra á Siglufirði 1920, bjó í Keflavík 1930. Hún bjó þar með Jóhanni og eignaðist Hauk Viktor, en missti hann á fimmta árinu.
Þau Valdimar kynntust í Keflavík, fluttust til Eyja um 1935, bjuggu í Jakobshúsi, eignuðust Valgerði Viktoríu þar 1937, bjuggu í Götu 1945 og þar fæddist Halldóra Jakobína 1946.
Þau Valdimar bjuggu síðar í Ey við Vestmannabraut.
Valdimar lést 1968. Berghildur bjó í Ey til Goss, en fluttist með Halldóru dóttur sinni til Hafnar í Hornafirði í Gosinu og bjó að síðustu á Hjúkrunarheimilinu Skjólgarði á Höfn. Þar lést hún 1998.

I. Sambýlismaður Berghildar Oddnýjar í Keflavík var Jóhann.
Barn þeirra var
1. Haukur Viktor Jóhannsson, f. 29. janúar 1931, d. 28. júlí 1935.

II. Sambýlismaður Berghildar Oddnýjar var Valdimar Tranberg Jakobsson frá Jakobshúsi, sjómaður, f. 25. október 1900, d. 9. apríl 1968.
Börn þeirra:
1. Valgerður Viktoría Valdimarsdóttir húsfreyja í Eyjum, Grímsey og í Dölum vestra, f. 8. janúar 1937, d. 3. nóvember 2006. Maður hennar var Gunnar Hjelm.
2. Halldóra Jakobína Valdimarsdóttir húsfreyja á Höfn, f. 18. mars 1946. Maður hennar er Þorsteinn Gíslason úr Reykjavík.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.